Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 105
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
209
brúarinnar yfir Farið var skoðað jarðvegssnið hulið jökulruðningi frá fram-
hlaupi Hagafellsjökuls d síðustu iildum. Jarðvegurinn var lítt raskaður þrátt
fyrir það, að jökull hefði hlaupið þar yfir. Sáust öll ljósu öskulögin úr Hcklu,
þar á meðal öskulagið frá gosinu 1104, svo og öskulag frá Heklugosinu 1693.
Á bakaleið var litið á jarðvegssnið í rofabörðum í Sandvatnshlíðum. Sunnu-
dagsmorgun 20. ágúst voru tjöldin tekin upp og haldið til Reykjavíkur í slag-
viðri. Þrátt fyrir illviðri var litið á gamla farvegi Hvítár og „þurra fossa“ í
þeim í Eyðihlíð og Hrossatungum ofan Gullfoss. Einnig var stanzað við Geysi
og m. a. skoðað snið í norðvestanverða Geysisskálina. Ekki var unnt sökum
illviðris að líta á fleira og var komið til Reykjavíluir um 4-leytið. Þátttakendur
voru 56. Leiðbeinendur voru Guttormur Sigurbjarnarson, Ólafur B. Guðmunds-
son og Þorleifur Einarsson.
í landferðunum naut félagið ágætrar þjónustu Guðmundar Jónassonar, sem
lagði til bílana, og í sjóferðinni Skipaútgerðar ríkisins og áhafnar m/s Esju.
Útgáfustarfsemi
Af riti félagsins, Náttúrufræðingnum, kom út eitt hefti af árgangi 1966. Rit-
stjóri var Örnólfur Thorlacius, fil. kancl.
Afgreiðslu Náttúrufræðingsins og útsendingu fundarboða annaðist Stefán
Stefánsson, bóksali.
Verðlaun
Félagið veitti að venju verðlaun fyrir beztu úrlausn á landsprófi miðskóla.
Verðlaun hlutu að þessu sinni Benedikt O. Sveinsson frá Víkingavatni, Skóga-
skóla, og Helgi Þórsson, Vogaskóla í Reykjavík.
Flóra íslands
Á undanförnum árum höfðu staðið yfir umræður vegna Flóru íslands við bóka-
útgáfuna Norðra, sem gaf hana út árið 1948. Félagið hafði engan hagnað feng-
ið af bókinni, þótt liún hefði selzt í nteira en 4000 eintökum fram til 1967. En
þannig var gengið frá samningum, að Norðri skyldi fyrst fá allan kostnað
greiddan, en þegar hann væri greiddur, skyldi félagið fá upp í sinn kostnað.
Þar sem brátt þarf að huga að nýrri útgáfu á Flóru íslands, var þetta mjög
bagalegt. í maí-mánuði 1967 ákváðu forráðamenn Norðra, sem var í eigu
Sambands islenzkra samvinnufélaga, að afhenda félaginu það, sent eftir var af
upplaginu. Voru það rúm 400 eintök í bandi og um 1000 eintök í örkum. Enda
þótt skuld hvíldi á bókinni, var hún afhent endurgjaldslaust. Félagið er for-
stjóra SÍS, Erlendi Einarssyni, og forstöðumanni Norðra, Birni Jónssyni, mjög
þakklátt fyrir þá góðvild og skilning, sem þeir sýndu félaginu á þennan hátt.
Náttúruverndarncfnd
í samræmi við vilja síðasta aðalfundar skipaði stjórn félagsins nefnd, sem
athuga skyldi, hvernig félagið gæti bezt unnið að framgangi náttúruverndar-
mála. Nefndin taldi vænlegast, að kontið yrði á fót sérstakri nefnd innan fé-
lagsins í þessu skyni. Stjórn félagsins skipaði að ráðum nefndarinnar eftirtalda
menn í náttúruverndarnefnd: Björn Guðbrandsson, lækni, Eið Guðnason,