Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 82
186
NÁTTÚRU F RÆÐINGURINN
beðajurtir. Tré og runnar þorna, þegar kemur upp úr skjóliuu,
og eru í'áar hríslur meira en mannhæðarháar í kaupstaðnum. E. t. v.
eru betri skilyrði inni í Herjólfsdal. En skjól þarf umfram allt.
í skjóli geta fjölmörg blóm auðsjáanlega þrifist prýðilega. Kartöfl-
ur og kál þrííast vel í Vestmannaeyjum, en mikið er um hnúð-
orma í gömlu kartöflugörðunum.
III. Stykkishólmur og grennd.
Þar athugaði ég gróður þann 27.-29. ágúst. Skrá um slæðinga
24 alls í Stykkishólmi er birt í ritgerð á ensku hjá Vísinda-
félagi Islendinga, en nokkurra skal lauslega getið hér. —
Gulbrá er algeng. Geitakál Aegopodium podagraria vex
í og við kirkjugarðinn. Háliðagras og vallarfoxgras hér og hvar.
Krossfífill hér og hvar, stór breiða t. d. við olíugeymana. Tals-
vert um þistil. Stór brenninetlublettur við gamla fiskreiti og
hænsnahús. Einnig á sorphaugum utan við bæinn. Blóðkollur hér
og hvar. Spánarkerfill og skógarkerfill í grennd við garða. Afar mikið
af húsapunti og skriðsóley. Silfurhnappur, freyjubrá, axhnoðapunt-
ur, vallarrýgresi, akurarfi, kúmen, lambaklukka. Vætudúnurt Epi-
folium adenocaulum í kvenfélagsskrúðgarðinum. Breiður af þistli
við rafmagnsstöðina. Rétt utan við bæinn eru steinar og klappir
dökkar af litunarmosa Parmelia saxatilis. Hásveifgras Poa tri-
vialis hér og hvar. I flóa í grennd vaxa gullstör Carex serotina
og keldustör C. magallanica. Og í smátjörnum rnikið af mó-
grafabrúsa og fjallnykru. Strandstör Carex marina við voga, og
mikill sjávarfitjungur. Stórar breiður af blómguðu umfeðmings-
grasi, valihumli og brennisóley. Nokkur skriðsóley. Brokið var
farið að roðna og sums staðar alrautt. Mikið um bláber og kræki-
ber. A sjóflœðum við Nesvogsbotn vex mikill sjávarfitjungur
með stjörnuarfa, bjúgstör, strandstör, kattartungu og hrímblöðku
innan urn. Mikið af marhálmi Zostera marina rekið í fjörunni —
og hvarvetna stirndi á snjóhvíta hrúðurkarla og einnig á kalkskorpu
á steinum í fjöru. f skógrœktarreit við fell uxu 3 toppar af blá-
klukku Campanula rotundifolia, sennilega fluttir þangað. Helztu
undafíflar í fellinu og víðar í grennd við Stykkishólm eru: ís-
landsfífill Hieracium islandicum, flipafífill//. basipinnatum,