Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 26
130 N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN yfirborð hennar smálækkandi. Undir apríllok var hún orðin þakin hraunstorku, en 28. apríl fór að lilaðast upp á henni klepra- strompur eða hornító, sem var orðinn nær 10 m hár 18. maí. I norðurbarmi hraungígsins má sjá örþunn hraunlög þeirrar gerðar, er einkenna eldborgir, og slík lög er einnig að finna í yngsta gíg- opinu í Surti yngra. 5. júni. Hraun sást í síðasta skipti rennandi í Surtsey og lauk þar með Eyjaeldum, svo sem fyrr getur. Hraun hafði þá runnið stanz- laust í 291 dag og þakti það hraun þá 100 ha, þar af 4 norðan á eynni og 50 utan strandarinnar eins og hún var, er þetta hraun- rennsli hófst. Flatarmál Surtseyjar var í goslok 280 ha. Langmest af hraununum úr Surti eldra er helluhraun, en einhvern tíma á tíma- bilinu frá miðjunr okt. til miðs des. 1966 myndaðist strengur af reglulegu apalhrauni, sem fylgja má frá sjó langleiðina upp að gíg. Heildarrúmmál hrauns þess, er myndaðist í þessum síðari hraun- goskafla, er af stærðargráðunni 0.1 km3, eða svipað magn og í Öskjugosinu 1961, en rúmmálið verður nrælt nákvæmar þegar lokið er því korti, sem verið er að teikna í Sviþjóð eftir flugmyndum Landmælinga íslands af Surtsey nokkru eftir goslok. Heildarrúmmál gjósku, hrauns og hraunmalar í Eyjaeldum mun vera 1.1 —1.2 km3, þar af um tveir þriðju hlutar gjóska. Ofansjávar er nú tæplega tíundi hluti þessara gosefna. 9. nrynd sýnir snið af Surtsey og neðansjávarsökkli hennar skv. dýptarkorti því, sem gert var 1967. Skv. því korti er minnsta dýpi á Surtlu 31 m, á Syrtlingi 19 m, en á Jólni 13 nr. Talið er að sjávarrofs vegna öldugangs gæti niður á um 30 m dýpi og verður fróðlegt að sjá, hvort sökklarnir rofna langt niður fyrir það dýpi, svo og hvenær bólstrabergs fer að verða vart í hvirfli þeirra. Á N—S sniðinu gegnunr Surt yngra hefi ég ekki sýnt neitt bólstraberg út frá eldrásinni neðansjávar, því að þessi eldrás lá upp gegnum gjóskulög úr eldra Surti, og mér er til efs, að sá hryggur, sem hlóðst upp á sprungu eldra Surts fyrir 14. nóv. 1963, hafi náð vestur að ofangreindu N—S sniði. EFTIRHREYTUR Langt fram á sumar 1967 mátti af og til sjá vott af gufu við hraunströndina nýju sunnan á Surtsey þegar sjór braut þar á og mun þar hafa verið grunnt á glóð, en í glóð sást í djúpum sprungum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.