Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 101
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
205
astar, bæði sjálfur fjaðurhryggurinn, út- og innfanir, og einnig
vöðvar þeir, seni spenna þær út. Sömuleiðis krókgeislar innfana
þeirra, sem grípa með átta krókum, en ekki fimm — eins og á
hinum stélfjöðrunum — um boggeislana. Á yztu stélfjöðrunum
mæðir heldur ekki einu sinni mesti loftstraumurinn, þegar fuglinn
hneggjar, heldur líka ýmislegt annað mótdrægt á jörðu niðri, í
áflogum við áleitna meðbiðla, og meira að segja í gamanleikjum
við þá útvöldu. En hér er ekki ástæða til að fara orðum um þann
dans.
Næst yztu stélfjaðrir lirossagauksins eru einnig býsna vel út-
búnar, miðað við þriðju fjöður, enda nýtur hún þess að standa að
baki tveimur ósérhlífnum systrum, allar hjálpast að því að mynda
fyllingu í hnegg hrossagauksins. Þetta virtist mér áberandi, þegar
ég hafði tvær yztu stélfjaðrir — af sama fugli — í vindstrengnum
við liúshornið, og bætti svo við annarri og þriðju, báðum megin
frá, svo þær urðu sex, hver á sínum spýtuenda, en þeim stakk ég
rétt niður í mjúka moldarhnausa. Þáð varð unaðslegur kór og
oftast samstilltur, meðan allar sneru rétt og urðu virkar.
Nokkrar tilraunir gerði ég á þann hátt að stinga niður tveimur
spýtum með yztu stélf jöðrum af sama hrossagauk, og hafði þær hlið
við hlið. Þær sungu hátt og samstillt þetta róandi, gamalkunna stef
og með viðeigandi áherzlu, þegar vindurinn færðist í aukana.
Með þunnri og sléttri pjáturplötu, sem þó var talvert stíf, tókst
mér stundum að fá titring á hljóðið, með því að sveifla henni eins
títt og ég gat, vindmegin við fjaðrirnar og í vissri fjarlægð frá þeim.
Á sama hátt söng önnur og þriðja með sínu „nefi“.
Næst er þá að víkja — með nokkrum orðum — að tilburðum
hrossagauks, sem er að hneggja. Frá lárétta fluginu steypir hann
sér á ská niður, og hættir þá augnablik hinum tíða vængjaslætti,
þar til um leið og hinn óslitni grunntónn stélfjaðranna byrjar.
Þá hefst vængslátturinn aftur eða kippir vængjanna — sem mér
virðist láta nærri að séu um sjö á sekúndu. Þeirri sömu tíðni
heldur hrossagaukurinn líka á uppfluginu. Þegar hann fer svo aft-
ur að hneggja, virðist mér tónninn rofna í hvert sinn, er hann slær
vængjunum niður og verður því titrandi.
Mjög er misjafnt, hve hrossagaukar eru lotulangir og þá einnig,
hve marga metra þeir falla frá láréttu fluglínunni. Algengast virð-
ist mér að tónninn rofni frá 9—11 sinnum, en það er einnig mjög