Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 101

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 101
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN 205 astar, bæði sjálfur fjaðurhryggurinn, út- og innfanir, og einnig vöðvar þeir, seni spenna þær út. Sömuleiðis krókgeislar innfana þeirra, sem grípa með átta krókum, en ekki fimm — eins og á hinum stélfjöðrunum — um boggeislana. Á yztu stélfjöðrunum mæðir heldur ekki einu sinni mesti loftstraumurinn, þegar fuglinn hneggjar, heldur líka ýmislegt annað mótdrægt á jörðu niðri, í áflogum við áleitna meðbiðla, og meira að segja í gamanleikjum við þá útvöldu. En hér er ekki ástæða til að fara orðum um þann dans. Næst yztu stélfjaðrir lirossagauksins eru einnig býsna vel út- búnar, miðað við þriðju fjöður, enda nýtur hún þess að standa að baki tveimur ósérhlífnum systrum, allar hjálpast að því að mynda fyllingu í hnegg hrossagauksins. Þetta virtist mér áberandi, þegar ég hafði tvær yztu stélfjaðrir — af sama fugli — í vindstrengnum við liúshornið, og bætti svo við annarri og þriðju, báðum megin frá, svo þær urðu sex, hver á sínum spýtuenda, en þeim stakk ég rétt niður í mjúka moldarhnausa. Þáð varð unaðslegur kór og oftast samstilltur, meðan allar sneru rétt og urðu virkar. Nokkrar tilraunir gerði ég á þann hátt að stinga niður tveimur spýtum með yztu stélf jöðrum af sama hrossagauk, og hafði þær hlið við hlið. Þær sungu hátt og samstillt þetta róandi, gamalkunna stef og með viðeigandi áherzlu, þegar vindurinn færðist í aukana. Með þunnri og sléttri pjáturplötu, sem þó var talvert stíf, tókst mér stundum að fá titring á hljóðið, með því að sveifla henni eins títt og ég gat, vindmegin við fjaðrirnar og í vissri fjarlægð frá þeim. Á sama hátt söng önnur og þriðja með sínu „nefi“. Næst er þá að víkja — með nokkrum orðum — að tilburðum hrossagauks, sem er að hneggja. Frá lárétta fluginu steypir hann sér á ská niður, og hættir þá augnablik hinum tíða vængjaslætti, þar til um leið og hinn óslitni grunntónn stélfjaðranna byrjar. Þá hefst vængslátturinn aftur eða kippir vængjanna — sem mér virðist láta nærri að séu um sjö á sekúndu. Þeirri sömu tíðni heldur hrossagaukurinn líka á uppfluginu. Þegar hann fer svo aft- ur að hneggja, virðist mér tónninn rofna í hvert sinn, er hann slær vængjunum niður og verður því titrandi. Mjög er misjafnt, hve hrossagaukar eru lotulangir og þá einnig, hve marga metra þeir falla frá láréttu fluglínunni. Algengast virð- ist mér að tónninn rofni frá 9—11 sinnum, en það er einnig mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.