Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 16
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
126
1. sept. Svipað.
4. sepl. Hraunjaðar nálgaðist mjög hússtæðið austast á eynni.
20. sept. Hraun rann nú aðallega til SA og S. Hússtæðið kom-
ið í kaf. Þar sem voru samvöxnu gígarnir var nú einn hringlaga
kleprastampur, nrjög reglulegur.
24. -25. sept. Kleprastampurinn mældist 42 m hár að suðvest-
an og var fullur af hrauni glóanda, svo út af flóði, og af og til fossaði
hraunið niður með 6—8 m hraða á sekúndu. Hraunið rann til S.
2- okt. Hraunið hafði hækkað mjög kringum stampinn, sem
nú reis aðeins 20 m yfir umhverfi sitt.
44. oht. Óvenju fallegt, reipótt hraun að myndast, þar sem
hraunlænur runnu fram af lágu brimklifi niður í sjó SSA á eynni
(litmynd). Heildarhraunmyndun áætluð 2—3 m3/sek. Fallegur
hraunfoss í aðalgígnum.
31- okt- Rennsli svipað að sjá og áður.
/’• nov• Rennsli svipað og áður. Nokkuð suður af aðalgígnum
var gat á hraunþekju og stóð logi upp úr, a. m. k. 5 m hár.
25. nóv. Rennsli líklega öllu minna en áður.
12 des. Sigurjón Einarsson veitti því eftirtekt, að gufa steig upp
úr sprungu, sem lá frá hrauninu í eldra Surti upp eftir gígveggnum
að innan.
I'’. des. Athugaði þessa sprungu nánar. Stefna hennar var V20°N
og hún náði upp í um 100 m hæð (8. mynd). Svolítið hraun hafði
runnið úr neðri hluta hennar, en gufa steig upp úr efri hlutanum.
Athugun á Ijósmyndum Sigurjóns sýndi, að það vottaði aðeins fyrir
þessari sprungu 2. okt.
17. des. Glóð sást í síðasta skipti í áður nefndri sprungu. Hraun
úr henni myndaði litla apalhraunssvuntu ofan á helluhrauninu í
eldra Surti.
-<s’- des- Hraunrennsli virtist nær óbreytt. Gufa úr sprungunni
áðurnefndu.
31. des. Hraunmyndun frá 19. ág. áætluð hafa verið að meðal-
tali 3±0,5m:i/sek.
1967
1. jan. Um morguninn var því veitt eftirtekt frá Vestmanna-
eyjum, að sprunga hafði opnazt norðan í gígvegg Surts eldra upp
af lóninu og að hraun rann úr henni niður í lónið (sbr. 3. mynd).