Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 26
230 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ofanverðan Gluggafoss. En svo hefur ekki orðið, heldur mun hafa teppzt í þau neðarlega, líkfega af stórgrýti, því að nú kemur mestur hluti árinnar út úr efsta glugganum og fellur alla leið þaðan utan á bergþilinu. Ekki eru göngin þó afveg stífluð, því að sjá má í gegnum fossinn, þegar lítið er í ánni, hvar vatnið spýtist út um neðsta gluggann. Af bergþilinu, sem áður var framan við fossinn, er aðeins efsta haftið enn yfir ánni. Það er nú allra snotrasti stein- bogi. Hann er laust neðan við blágrýtislagið í fossbrúninni og allur úr molabergi. Hefur mér virzt hann orðinn mun mjórri en fyrir Heklugosið (7. mynd). Þegar meðalvatn er í Merkjá, fer lítil sytra úr henni fram hjá steinboganum við vesturenda lians. Steinbogar i Hreppum Að lokum skal getið tveggja lítilla steinboga á svo litlum vatns- föllum, að öllu fremur mega teljast lækir en ár. En þegar þeir eru taldir, hef ég engum sleppt af þeim steinbogum, sem ég man til að hafa augum litið. Annar þessara steinboga er á Þverá, sem rennur í Stóru-Laxá skammt fyrir innan Laxárdaf í Gnúpverjahreppi. Hann er lágt og mjótt haft — ef ég man rétt, úr blágrýti — milli tveggja skessu- katla og lítið gat á, sem öll áin fer í gegnum. Efri skessuketillinn er hylur undir allháum fossi. Hægt er að ganga bogann yfir ána, en raunar jafnauðvelt að stökkva eða stikla yfir hana víðast annars staðar. Þarna sá ég steinboga fyrsta sinni á ævinni, var þá naumast af barnsaldri og þótti mikið til koma. Síðan hef ég ekki átt leið að honum. Um hinn steinbogann vissi ég ekki fyrr en ég var langt kom- inn að taka saman þessa grein, og erum við þó sveitungar að upp- runa. Hann er á Stekkatúnslæk, sem rennur í Hvítá rétt innan við Jaðar, sem er efsti bær við hana í Hrunamannahreppi. Það var Sigurjón Rist vatnamælingamaður, sem fvrstur sagði mér af þessum steinboga, en Davíð Guðnason frá Jaðri fylgdi mér á stað- inn. Við mynni Stekkatúnslækjar er Hvítá í grunnu og víðu gljúfri, og kemur lækurinn nú í h'tilli gilskoru þvert í hana. Farvegir beggja eru grafnir í fornlegt blágrýtisbrotaberg, sem er traustlega lírnt og á köflum nokkurn veginn heilleg blágrýtissteypa. Stein-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.