Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGUIUNN 243 8. mynd. Plöntur með aSalútbreiðslu á Suðvesturlandi. IV. Fjöruplöntur. Fig. 8. Plants with rriain distribution in SW-Iceland. IV: Shore-plants. dæmis ættu jarðhitasvæðin yfirleitt að vera tiltölulega óháð veðr- áttu eða loftslagi, og sama máli gegnir að nokkru um vötnin. Um tvær tegundir, blóðkollinn og gullkollinn, er það vitað, að þær voru notaðar til lækninga, og gætu þær hæglega verið gamlir slæðingar. Svipað er að segja um skurfu, flóajurt, lambaklukku, grámyglu, mýraertur o. fl. tegundir, að jrær eru harla líklegar til að hafa slæðst hingað með mönnum. Miðja útbreiðslusvæða þess- ara tegunda er einmitt á svæðinu frá Eyrarbakka til Reykjavíkur, og bendir það eindregið til slæðingseðlis þeirra. Um meginhluta vatna- og jarðhitaplantnanna gegnir nokkuð öðru máli. Vatnalaukur, tjarnalaukur, vatnsnafli og vatnsögn eru ekki líkleg til að hafa slæðst hingað fyrir tilverknað manna. Hins vegar er líklegt, að þær geti dreifzt með fuglum, og má vera að það geti skýrt tilveru þeirra á Suðvesturlandi. Loks er sá mögu- leiki, að einhverjar þeirra séu ísaldartegundir, sem hjarað hafi á jarðhitasvæðum, eins og getið hefur verið til um sverðmosann (Bryoxiphium), sem hefur svipaða útbreiðslu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.