Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 63
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
53
Einar H. Einarsson:
Lútarsalt og uppruni móbergs í Mýrdal
Fyrir urn það bil einni og hálfri cild bjó sá merki læknir og
náttúrufræðingur Sveinn Pálsson í Vík í Mýrdal. Veitti hann því
athygli, að saltútfelling átti sér stað í Víkurhömrum. Þessa út-
fellingu nefndi hann „lútarsalt.“ Svo virðist, að Sveinn hafi aðal-
lega haft það í huga, að þarna gæti verið um verðmætt jarðefni að
ræða, sem ef til vill væri möguleiki á að vinna úr móberginu. Ekki
er hægt að sjá, að Sveinn hafi rannsakað saltútfellinguna í því
augnamiði að draga af henni neinar ályktanir um nryndunarsögu
fjallanna, sem lrún finnst í, og ekki veit ég til, að lrann geti útfelling-
arinnar nema í Víkurhömrum.
Unr það bil hundrað og fimnrtíu árunr síðar fór ég að huga að
þessari útfellingu og kanna útbreiðslu hennar í móbergsfjöllum á
Mið-Suðurlandi. Hef ég nú konrið því verki það langt, að ég tel
orðið tímabært að geta um helstu niðurstöður þeirrar könnunar.
Nýlega hafa þeir Karl Grönvold og Níels Óskarsson sýnt mér þá
velvild að efnagreina fyrir mig ljósu salthúðina, sem kenrur í berg-
ið í þurru og hlýju veðri. Hafi þeir þökk fyrir það. Niðurstaða
þeirrar greiningar er sú, að aðalefni salthúðarinnar sé „natrium-
klorid." Sé ég því enga ástæðu að breyta nafngift Sveins. Tel rétt
að enn unr sinn lraldi útfellingin ,,lútarsalts“ nafninu, enda var það
til í munni gamalla Mýrdæla nokkuð fram á þessa öld.
Þar senr mest er af saltútfellingunni verður bergið dökkbrúnt í
vætutíð en í þurrkunr og hitum verður það gráleitt og á stöku stað
með nærri hvítum flikrum, þar sem útfellingin er mest. Við nánari
skoðun sást, að flikrurnar eru smákornuð salthúð er svipar mjög
til svonefndrar „hnitar" er lellur út úr sólþurrkuðum saltfiski, en
sé tungu brugðið á þessa salthúð, er hún beiskari á bragðið en hnit-
an á fiskinum. Þó er sauðfé sólgið í að sleikja saltútfellinguna, ef
hún er á þeim stöðum, sem það á auðvelt með að komast að.
Að nokkru virðist útfellingin fylgja vissum lögum í móberginu,
en þó eru allmikil frávik á því, sérstaklega milli staða. Þó er hún