Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 3
Ndttúrufr. — 45. árg. — Seinna hefti — 105.—212. siða — Reykjavik, apríl 1976
Bergþór Jóhannsson:
Mosaburkni, Hymenophyllum
wilsonii Hooker, fundinn á Islandi
Fyrsta ágúst 1974 fann ég Hymenophyllum wilsonii Hooker í út-
breiðslnreit 4967 (Kristinsson & Jóhannsson) utan í móbergskletti
í Deildarárgili í landi Skammadalshóls í Mýrdal. Hann óx þar á
smábletti innan um Diplophyllum albicans, Drepanocladus uncin-
atus, Frullania tamarisci, Hylocomium splendens, Hypnum cupres-
siforme, Racomitrium ericoides, Rhytidiadelphus loreus og R.
squarrosus.
Mosaburkninn minnir mjög á mosa í útliti, einkum úti í náttúr-
unni, þegar aðeins sést ofan á blaðendana. Eftirfarandi lýsing er af
mosaburknanum úr Mýrdalnum, en samkvæmt erlendum lýsingum
og teikningum virðist hann oft ná lieldur meiri þroska á aðalút-
breiðslusvæðinu í Vestur-Evrópu, þó virðist enginn munur á ís-
lensku eintökunum og þeirn erlendu eintökum sem ég hef séð.
Jarðstöngull er skriðull, verður að minnsta kosti vel yfir 10 cm
langur, greinóttur, fíngerður, um þriðjungur af mm í þvermál,
dökkbrúnn. lllöðin upprétt, standa á jarðstönglinum með nokkru
millibili, oftast er bilið milli þeirra 0,5—1 cm. Heildarblaðlengd er
oftast 1,5—3,5 cm. Hlutfall milli blaðstilks og blöðku er breytilegt,
blaðstilkur er allt frá fimmtungi til helmings eða meira af heildar-
blaðlengd. Útlínur blöðku nokkuð breytilegar, oftast er hún aflöng,
stundum nærri egglaga. Blaðkan er dökkgræn, aðeins eitt frumulag
á þykkt, nema miðstrengur og rif, og hálfgegnsæ, fjaðurskipt í stak-
stæða, flipótta bleðla. Blaðstilkur er brúnn, einnig miðstrengurinn,
sem er framhald af stilknum, og rifin í bleðlunum eru brúnleit.
Miðstrengurinn er vængjaður með einnar frumu þykkri blöðku-
rönd, efri hluti stilks er oft einnig vængjaður. Frá miðstrengnum
gengur út í hvern bleðil mjög greinilegt rif, ganga kvíslar þess eftir
miðju hvers flipa alveg eða nær alveg fram í flipaenda. Þvermál
útflattrar blöðku er oftast 1 — 1,5 cm. Bleðlarnir sveigjast flestir í