Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
107
E
E
ro-.
(Nl-
oJ
2. mynd. Hymenophyllum wilsonii Hooker úr Deildarárgili: A. útflatt blað á
stöngulbút, B. bleðill með þrem flipum, C. tveir fremstu fliparnir meira stækk-
aðir, D. frumugerð í fliparönd. Teikn. B. J.
um luilsonii þrífst eingöngu í úthafsloftslagi, enda er hann vinsælt
kennslnbókardæmi um euatlantíska (Gjærevoll) eða euoceaníska
(Sjörs) tegund, en í þann hóp eru settar þær tegundir, sem mest eru
bundnar úthaftsloftslaginu, háu rakastigi og mildu vetrarloftslagi.
Fundur mosaburknans hérlendis Jrarf í rauninni ekki að koma
mjög á óvart, þegar þess er gætt, að mosategundir, sem liafa svipaða
útbreiðslu í Evrópu hafa undanfarið verið að finnast hér. Enda
hefur sumum grasafræðingum, einkum þó erlendum, dottið í hug,
að hann gæti verið hér og hafa jafnvel svipast sérstaklega um eftir
honurn. Fundarstaðurinn kemur heldur ekki á óvart. Flelgi Hall-
gTimsson hefur t. d. bent á, að hafrænasta loftslag á íslandi sé á
Mýrdalssvæðinu. Erlendis vex Hymenophyllum wilsonii, a. m. k.
sums staðar, helst uppi undir fjöllunum, þar sem úrkoman er meiri
en alveg út við sjóinn, og er Jressi fundarstaður í samræmi við það.