Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 34
136
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ur“, þ. e. eggjasjóður, er mikið ljósari ofan til og blöðin skarptennt-
ari. Er aðeins talinn afbrigði (sjá Flóru). Vex hér allvíða. Fleiri
afbrigði eru til en renna stundum allmjög saman. Stöku sinnum
slæðist til íslands stóri-lokasjóður (Rh. major). Ffann ber ætíð ljós-
gul blóm og nær hvítgræn stoðblöð, krónupípa hans verður bogin
þegar líður á blómgunartíminn, en er bein á venjulegum lokasjóð.
Blómum sumra lokasjóðstegunda er líkt við nef eða rana, vísinda-
nafnið Rhinanthus þýðir nefblóm og seinna nafnið, lýsingarorðið,
minor, lítill eða minni. Við kennurn þessa alkunnu jurt heldur við
sjóð Loka eða peninga. Loki goðafræðinnar var ærið slunginn og
viðsjáll; jurtin kennd við hann er líka bragðvís á sinn hátt, eins og
að framan hefur verið lýst.
II. Þekkirðu brúðbergið?
„Ilmandi brúðberg, aldanna te, áanna lyf í tímans straumi,“ og
„brúðir feðranna bergðu þér á, bar þig inn ljósan holtinu frá.“
Til brúðbergs ættkvíslar (Thymus) teljast. rúmlega 40 tegundir
hálfrunna og smárunna með heil blöð. Flestar tegundirnar ilmríkar
og í þeim rokgjarnar olíur með thymol o. 11. í Norður-Evrópu vaxa
þrjár villtar tegundir. Ein þeirra, garða-blóðberg, er ræktuð sem
kryddjurt. Þó íslenska brúðbergið (Thymus arcticus) sé ekki hátt í
loftinu, vekur það athygli með fegurð sinni og ilmi. Mörg nöfn hafa
því verið gefin: Blóðberg, blóðbjörg, bráðberg, bráðbjörg, brúð-
berg og hellinhegri. Brúðbergsnafnið er talið eyfirskt, en mun þó
hafa verið víðar til, t. d. í S.-Þingeyjarsýslu. Brúðberg er gömul
lækningajurt, sem m. a. var notuð til kvenlækninga og gæti þess
vegna hafa verið kennd við blóð og
brúði. Flestir hafa séð brúðberg og marg-
ir dáðst að því, enda álengdar að sjá lýsa
beinlínis hinar ljósrauðu brúðbergsbreið-
ur og smáblettir um blómgunartímann
á holtum og sendnu eða grýttu snögg-
lendi. í brúðbergi eru bæði ilmandi og beisk efni. Seyði af því hefur
frá fornu fari verið notað gegn kvefi, lungna- og meltingarkvillum
og enn er það notað í slík lyf (Herba Serpylli og Herba thymi).
Mörgum þykir brúðbergste gott og það er einnig drukkið gegn
kvefi. Þurrkað brúðberg geymist allan veturinn. Það var fyrrum
2. mynd. Brúðberg (Löve,
1970).