Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 26
128
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN
uppréttir, duttu hver um annan og kútveltust, þegar þeir í ofboði
leituðu dyra (Thoroddsen 1899).
Ýmislegt bendir til þess að misgengi hliðstætt Húsavíkursprungu
iiggi um Dalsmynni í Fnjóskadal og milli Hríseyjar og Dalvíkur,
þar sem Dalvíkurskjálftinn varð 1934. Hugsanlegt er, að þetta mis-
gengi nái lengra, um Fljót og út á Skagafjarðardjúp, þar sem skjálfti
af stærð 7 varð 1963 (Einarsson 1975a). Um Dalvíkurskjálftann er
til ítarlegasta skýrsla, sem gerð hefur verið um áhrif skjálfta á hús
og mannvirki hér á landi. Hana gerði ungur jarðfræðistúdent, Sig-
urður Þórarinsson, senr staddur var á Akureyri, þegar skjálftinn
varð, en brá sér á vettvang og safnaði gögnum. Stærð skjálftans er
talin um 6,3 stig á Richterskvarða en áhrif hans voru af Sigurði
metin VIII—IX stig á Dalvík, enda skemmdist helmingur húsa þar
svo, að jrau urðu ekki ibúðarhæf (Thorarinsson 1937).
Skjálftar í Borgarfirði
Enn er ógetið þess jarðskjálftasvæðis, sem frægast varð á síðasta ári
(1974), en það er í ofanverðum Borgarfirði og brúar bilið milli gos-
beltisins á Snæfellsnesi og vestara gosbeltisins við Langjökul. Þaina
höfðu áður mælst og fundist hrinur, en skjálftahrinan í Síðufjalli
og Þverárhlíð, sem hófst í byrjun maí 1974, var kröftugri en áður
þekktist á þessum slóðum. Hrinan náði hámarki með allmörgum
skjálftum yfir 4 að stærð í síðari hluta maí, en í byrjun júní virtist
hún að mestu gengin yfir og skjálftar orðnir fáir. Það urðu Borg-
firðingum því mikil vonbrigði, þegar tveir skjálftar, annar 5,4 stig
og hinn rúm 6 stig á Richterskvarða, komu með tveggja stunda
millibili hinn 12. júní, þvert ofan í allar spár og loforð sérfræðinga.
Svo virðist, sem hrinan hafi losað um bergið vestan við fyrsta skjálfta-
svæðið og hleypt af þessum stóru skjálftum, en það er óvenjulegt,
að svo stórir skjálftar fylgi í kjölfar hrina. Eftir þetta kom urmull
af smærri skjálftum, sem þó fjöruðu út, eftir jrví sem leið á árið.
Áhrif stærstu skjálftanna voru um VIII stig í Þverárhlíð en skemmd-
ir furðanlega litlar á húsum. Páll Einarsson (1975b) sem kannaði
áhrif skjálftanna rakti sprungur um 4 km veg frá Kvíum í Þverár-
hlíð til austurs upp með Kjarrá. Sprungur með sömu stefnu fund-