Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN
145
ingarsnauð vötn, með fremur háu sýrustigi og fremur kalkrík. Fá-
einar tegundir geta þó þrifist í hálfsöltu vatni. I mjög næringar-
ríkum vötnum eða vötnum, sem mengast hafa af úrgangi eða öðrum
aðkomuefnum, geta kransþörungar ekki þrifist.
Kransþörungar á íslandi
Kransþörunga er snemma getið í náttúrufræðiritum um Island.
í jurtalistum þeirra E. Múllers og J. Zoega (1770, 1772) eru til-
færðar tegundirnar Chara hispida og Chara vulgaris, sem eru endur-
teknar í ýmsum yngri listum allt til flórulista Lindseys 1861. Þótt
hvort tveggja séu alkunnar og algengar tegundir í Evrópu, og enn
nefndar sömu nöfnum, ])á er lítið að byggja á þessum upplýsing-
um, annað en að hér hafi fundist einhverjir kransþörungar á 18.
öldinni, líklega Chara.
í ritgerð C. H. Ostenfelds og C. Wesenberg-Lund (1905) er getið
um mikinn kransþörungagróður (Nilella) á 13—30 m dýpi í Þing-
vallavatni, og munu þær upplýsingar vera komnar frá Bjarna Sæ-
mundssyni, en samkvæmt A. Langangen (1972) hefur Bjarni safnað
Nitella opaca í Þingvallavatni árið 1903. Þá hefur A. Feddersen
safnað þessari tegund þegar árið 1886 í Þingvallavatni og Nitella
flexilis í Apavatni. Samkvæmt sömu heimild er til mjög gamalt ein-
tak af Chara fragilis í grasasafninu í Kaupmannahöfn, merkt „Is-
landiae thermis. Leg. Mörch“, án dagsetningar, en Mörch þessi
safnaði hér árið 1820. Hafa því allar íslensku kransþörungategund-
irnar verið komnar í söfn fyrir síðustu aldamót, enda þótt þær væru
ekki réttilega greindar fyrr en síðar.
G. Schwabe (1936) getur um Chara fragilis, safnað í Gömlu-Sund-
laug á Reykjanesi við Djúp árið 1932.
Árið 1972 kemur svo stutt ritgerð, The Charophytes of Iceland
(þ. e. íslenskir kransþörungar), eftir norðmanninn Anders Lang-
angen, í tímaritinu Astarte, sem gefið er út á vegum náttúrugripa-
safnsins í Tromsö. Ekki hefur Langangen safnað sjálfur hér á landi,
heldur byggir hann ritgerð sína eingöngu á safneintökum úr ýms-
um grasasöfnum á Norðurlöndum, m. a. frá Náttúrufræðistofnun
íslands. í þessum gögnum hefur hann fundið þær þrjár kransþör-
ungategundir, sem að ofan var getið og nánar er sagt frá hér á eftir.
10