Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 89
191
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
starartegund. Vafalaust eru einhver kurl ókomin til grafar enn og
fleiri tegundir eiga eftir að finnast á þessum slóðum; nokkrar al-
gengar fjallaplöntur sem vel ættu að geta vaxið þar hafa t. d. enn
ekki fundist.
í töflu 1 iiér á eftir eru allar þessar 99 tegundir skráðar og 6 til
viðbótar: Laukasteinbrjótur úr hlíðum Herðubreiðar, blágresi og
stjörnuarfi úr Herðubreiðarlindum og mýrelfting, flagahnoðri og
gullbrá úr Grafarlöndum. Fjórar síðastnefndu tegundirnar hefur
Hörður Kristinsson fundið, hinna tvegg]a verður getið nánar síðar.
Alls eru því 105 tegundir í töflunni og er þeim raðað eftir stafrófs-
röð latnesku nafnanna, en íslensku nöfnin eru alls staðar í svigum
fyrir aftan. Með þessu móti standa allar þær tegundir í röð sem til-
heyra sömu ættkvísl, t. d. allir steinbrjótar hver á eftir öðrum, en
aftur á móti lenda einkímblöðungar, tvíkímblöðungar og byrkning-
ar þá hverjir innan um aðra, því ekki verður á allt kosið. Bókstafur-
inn G merkir að viðkomandi tegund hafi fundist í Grafarlöndum
og bókstafurinn H að hún hafi fundist í Herðubreiðarlindum eða
hlíðum Herðubreiðar.
Meirihluti þessara 105 tegunda er harðgerðar plöntur sem eru
algengar til fjalla hér á landi. Einstaka jreirra eru hreinar fjallateg-
undir sem varla sjást niðri á láglendi, nema ef til vill á stöku stað á
útskögum. Aðrar vaxa einnig víða á láglendi, og þá helst á melum
og holtabörðum eða í hrjóstrugum móum.
Rúmur þriðjungur þessara tegunda vex hér á landi aftur á móti
einkum á láglendi, þó þær geti fundið vaxtarstaði við sitt hæfi á
skjólsælum stöðum til fjalla og í gróðurvinjum hálendisins þar sem
raki er nægilegur.
TAFLAI
Achillea millefolium L. (vallhumall)...................................... HG
Agrostis canina L. (týtulíngresi) ........................................ HG
Agrostis stolonifera L. (skriðlíngresi) .................................. HG
Alchemilla alpina L. (Ijónslappi) ........................................ H
Angelica archangelica L. (ætihvönn) ...................................... HG
Arabis alpina L. (skriðnablóm) ........................................... H
Arenaria norvegica Gunn. (skeggsandi) .................................... HG
Armeria maritima (Mill.) Willd. (geldingahnappur) ........................ HG
Bartsia alpina L. (smjörgras) ............................................ HG