Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 9
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN 111 Eysteini Tryggvasyni, Sigurði Tlioroddsen og Sigurði Þórarinssyni 1958, Ragnari Stefánssyni 1967, Þorleifi Einarssyni 1968 og Eysteini Tryggvasyni 1973. Áhrif skjálfta, stærð og orka þeirra Áður en vikið er að skjálftasögunni, er ekki úr vegi að skýra í nokkrum orðum eðli skjálfta og hvernig þeir eru flokkaðir eftir stærð og áhrifum á landsvæði. I öllu bergi er ríkjandi lóðréttur þrýstingur vegna þunga þess bergs, sem ofan á hvílir, og einnig lá- réttur þrýstingur frá bergi, sem liggur til hliðar. I vatni væri þrýst- ingur jafn úr öllum áttum, en í bergi er liann yfirleitt misjafn eftir áttum. Þar er algengt, að mestur þrýstingur sé úr einhverri láréttri átt og minnstur þrýstingur láréttur þvert á þá stefnu. Vegna mis- munar á mesta og minnsta þrýstingi svignar bergið líkt og bogi. Fari þessi þrýstingsmunur vaxandi með tíma, svignar bergið sífellt meir og boginn verður spenntur. Að því kemur, að bergið þolir ekki spennuna, það brestur með snöggum rykk og barmar brotsins ganga á víxl. Bergið, sitt hvoru megin við brotið, réttir nú úr sér, og spennuorkan, sem losnar, breytist í varmaorku vegna núnings og að hluta í sveifluorku, sem berst með hljóðliraða bergsins út í allar áttir og veldur þar jarðskjálftabylgjum. Það er undir styrk bergsins komið, hve mikið átak það Jrolir, áður en það brestur. Veikt berg lætur fljótt undan, brotið verður oft ekki nema örfáir metrar að lengd og orka skjálftans svo lítil, að hans verður hvergi vart nema á mælum. Ytri kraftar taka svo aftur á berginu og það safnar spennu í annan skjálfta. Skjálftarnir verða tíðir en smáir. Sterkt berg getur hins vegar safnað spennuorku í áratugi án þess að bresta, en þegar það að lokum lætur undan, losnar gífurleg orka. lfrotið getur orðið nokkrir tugir kílómetra á lengd og orka skjálfta- bylgnanna verður svo mikil, að bylgjukraftar næst upptökum nálg- ast þyngdarkraftinn að stærð. Enda þótt skjálfti sé stór, dvína áhrif hans með fjarlægð frá upp- tökum, hans verður minna vart eftir því sem fjær dregur. Líkt og í veðurfræði, þar sem veðurhæð er flokkuð í 12 vindstig efir áhrif- um vindsins á land og haf, eru skjálftar einnig flokkaðir í 12 stig eftir áhrifum þeirra á land og fólk. Þar sem áhrifin dvína með fjar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.