Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
115
og skemmdir litlar. Þarna er væntanlega grnnnt á bráðið möttul-
efni og jarðhiti er mikill. Hvort tveggja gæti veikt bergið og ráðið
því, að skjálftarnir verða ekki stærri. Flestir skjálftanna eru í 2—5
km dýpi og nær enginn dýpra en 9 km samkvæmt mælingum, sem
hófust 1971. Athuganir Klein o. fl. 1973 sýna, að minnstur berg-
þrýstingur á þessu svæði er láréttur í norðvestlæga stefnu þvert á
stefnu gossprungna á skaganum.
Austan við Kleifarvatn virðist bergið sterkara og þar eru skjálft-
ar færri en þeim mun harðari, þegar þeir koma. Á þessari öld hafa
orðið 3 skjálftar um 6 að stærð á austanverðum Reykjanesskaga.
Síðasti skjálftinn í desember 1968 er mörgum í fersku minni á
höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru í Brennisteinsfjöllum aust-
ur af Kleifarvatni, áhrifin í Reykjavík um VI stig og skemmdir
ekki teljandi. Þar sem höfuðborgarsvæðið er í rúmlega 20 km fjar-
lægð frá skjálftasvæðinu, er ekki búist við skemmdum á húsum þar,
nema skjálftar nálgist stærð 7.
Skjálftar á Suðurlandi
Eins og áður var getið fylgjast gosbelti og skjálftar algerlega að
á Reykjanesskaga, en á Hellisheiði skiljast leiðir. Gosbeltið heldur
í norðaustur um Hengil, Þingvallavatn og upp í Langjökul. Því
fylgja smáir skjálftar, en meginbelti skjálftanna heldur beint austur
láglendið um efri hluta Ölfus og Flóa, sunnanvert Grímsnes, Skeið,
Land og Rangárvelli austur undir Heklu. Skjálftar eru ekki tíðir
á þessu svæði og hrinur þekkjast varla. En þó er skjálftahætta hvergi
meiri á Islandi, og skjálftarnir eru stundum mjög stórir, þá sjaldan
þeir koma. Það eru einkum tvö svæði, sem verst hafa orðið úti í
jarðskjálftum. Annað er Ölfus, Grímsnes og vestanverður Flói. Hitt
er Land og Rangárvellir. Öruggt er, að í Ölfusi hafa bæir hrunið
í jarðskjálftum 14 sinnum á 8 öldum, líklegt er, að það hafi gerst
19 sinnum. Síðan um 1700 hafa 6 jarðskjálftar þar haft áhrif VIII
stig eða meira. Svipað er að segja um Rangárvelli. Þar hafa bæir
örugglega fallið 12 sinnum á 8 öldurn, líklega 17 sinnum og þar
hafa að minnsta kosti 5 skjálftar síðan um 1700 haft áhrif VIII stig.
(Tryggvason, Thoroddsen og Þórarinsson 1958).