Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 115 og skemmdir litlar. Þarna er væntanlega grnnnt á bráðið möttul- efni og jarðhiti er mikill. Hvort tveggja gæti veikt bergið og ráðið því, að skjálftarnir verða ekki stærri. Flestir skjálftanna eru í 2—5 km dýpi og nær enginn dýpra en 9 km samkvæmt mælingum, sem hófust 1971. Athuganir Klein o. fl. 1973 sýna, að minnstur berg- þrýstingur á þessu svæði er láréttur í norðvestlæga stefnu þvert á stefnu gossprungna á skaganum. Austan við Kleifarvatn virðist bergið sterkara og þar eru skjálft- ar færri en þeim mun harðari, þegar þeir koma. Á þessari öld hafa orðið 3 skjálftar um 6 að stærð á austanverðum Reykjanesskaga. Síðasti skjálftinn í desember 1968 er mörgum í fersku minni á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru í Brennisteinsfjöllum aust- ur af Kleifarvatni, áhrifin í Reykjavík um VI stig og skemmdir ekki teljandi. Þar sem höfuðborgarsvæðið er í rúmlega 20 km fjar- lægð frá skjálftasvæðinu, er ekki búist við skemmdum á húsum þar, nema skjálftar nálgist stærð 7. Skjálftar á Suðurlandi Eins og áður var getið fylgjast gosbelti og skjálftar algerlega að á Reykjanesskaga, en á Hellisheiði skiljast leiðir. Gosbeltið heldur í norðaustur um Hengil, Þingvallavatn og upp í Langjökul. Því fylgja smáir skjálftar, en meginbelti skjálftanna heldur beint austur láglendið um efri hluta Ölfus og Flóa, sunnanvert Grímsnes, Skeið, Land og Rangárvelli austur undir Heklu. Skjálftar eru ekki tíðir á þessu svæði og hrinur þekkjast varla. En þó er skjálftahætta hvergi meiri á Islandi, og skjálftarnir eru stundum mjög stórir, þá sjaldan þeir koma. Það eru einkum tvö svæði, sem verst hafa orðið úti í jarðskjálftum. Annað er Ölfus, Grímsnes og vestanverður Flói. Hitt er Land og Rangárvellir. Öruggt er, að í Ölfusi hafa bæir hrunið í jarðskjálftum 14 sinnum á 8 öldum, líklegt er, að það hafi gerst 19 sinnum. Síðan um 1700 hafa 6 jarðskjálftar þar haft áhrif VIII stig eða meira. Svipað er að segja um Rangárvelli. Þar hafa bæir örugglega fallið 12 sinnum á 8 öldurn, líklega 17 sinnum og þar hafa að minnsta kosti 5 skjálftar síðan um 1700 haft áhrif VIII stig. (Tryggvason, Thoroddsen og Þórarinsson 1958).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.