Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 44
146
NÁTTÚRUFRÆÐI NGURl N N
Nilella Ag. (Þráðkrensa)
Stöngull og greinar þráðlaga, gerðar úr einni frumu milli hnúta,
stundum kalkbornar. Greinar 5—8 í kransi, oftast m. e. m. kvísl-
greindar, stundum með endurtekinni greiningu. Frjó- og egghirslur
á greinum og smágreinum, nálægt öxlunum. „Krónan“ úr 10 frum-
um.
Tvær tegundir eru þekktar hér á landi, Nitella flexilis og Nitella
opaca, og virðist sú síðarnefnda vera algeng. Auðveldast er að greina
þær sundur á staðsetningu æxlunarfæranna. Hjá N. flexilis sitja
frjó- og egghirslur saman á sömu jurtinni, en lijá N. opaca eru
annaðhvort írjó- eða egghirslur á sömu jurt.
Nitella opaca Ag.
10—20 cm á hæð, dökkgræn eða grágræn. Greinar oftast 6 í kransi,
allar með einfaldri kvíslgreiningu, jafnbreiðar, enda í smábroddi.
Frjóhirslur misstórar, oftast nokkrar saman í þéttum hrúgum og
því mjög áberandi. Egghirslur oftast tvær saman, 450—500 g á lengd
og lítið mjórri. Gróið dökkbrúnt eða svart, með 6—7 skrúfulaga
listum. „Blómgast“ allt sumarið frá júní fram í ágúst. Einkynja.
Þetta er langalgengasta kransþörungategundin hér á landi, sem
segja má, að vaxi næstum í hverjum polli, a. m. k. við Eyjafjörð
og á Austurlandi. Á Hornströndum vex hún einnig (Langangen
1972) og í Þjórsárverum er mjög mikið af henni (Hörður Kristins-
son). Þykir mér því líklegt að lnin sé algeng um allt landið. Hún
vex aðallega í tjörnum með hreinu og tæru vatni, oftast á um 1 m
dýpi eða meira, stundum líka í litlum pollum í stórum stíl, og vex
þá fast upp að yfirborðinu, einnig í stærri vötnum eins og Þing-
vallavatni, en þar er talið að hún sé aðalbotngróðurinn á 12—30 m
dýpi. Ekki er vitað til að hún vaxi í hálfsöltu vatni, en finnst þó
stundum í lónum rétt við sjóinn.
Litella flexilis (L.) Ag.
Oftast stærri en undanfarandi tegund, stundum allt að 40—50 cm
löng, með allt að 10 cm löngum liðum, ljósgræn eða dimmgræn,
með 6 greinum í kransinum, sem kvíslgreinast á ný. Frjóhirslur
minni en á undanfarandi tegund, en egghirslur mun stærri, hátt
í 1 mm (600—900 g) á lengd, með 7—9 skrúfuvindingum. Gróið