Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 33
N ÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
135
tvær fjólubláar tennur á hjálmlaga efri vörinni. NeSri vör er þrí-
flipótt. Bikar fjórskiptur, 4 fræflar. Það er langt niður að hunang-
inu, svo að aðeins ranalöng skordýr (t. d. fiðrildi) eða svo sterk, að
þau geta ruðst niður í
blómið, eru fær um að ná
sér í hunang og fá á sig
frjóduft. Mun stundum um
sjálffrævun að ræða, a. m.
k. í langvarandi dimmviðri
og regni, þegar fá skordýr
eru á ferli. Frjóhnapparnir
eru loðnir og liggja ásamt
fræni huldir í hjálmi efri
varar, tilbúnir að koma við
bakið á skordýri í heirn-
sókn. Blómin sitja í gis-
blóma klasa á enda stöng-
uls og greina. Stoðblöðin
svipuð laufblöðum, nema
þau efstu, sem eru styttri
og oftast brúnleit. Þegar
fræin eru þroskuð, er jurt-
in venjulega orðin gul og
visin, blöðin fallin, en
stinnur stöngullinn stend-
ur eftir. Ef hann hristist,
hringla fræin laus í aldin-
inu (hýðisaldin). Þroskað,
dökkbrúnt aldinið opnast;
vindurinn hristir jurtina
og fræin smádreifast. Loka-
sjóðsfræ berast oft með sáð-
vörum o. fl. varningi og
fénaðarferð. Hér er hann
algengur í röku valllendi.
Vex víða um Evrópu, nema
syðst, einnig í N.-Asíu og
N.-Ameríku. „Grænlensk-