Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 101
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
201
hrossapuntur (hrossanál) og grávíðir, og sunnar þar sem kvíslarnar
komi undan hrauninu sé graslendið víðáttumeira en þó séu þar varla
hestahagar.
í bókinni Ódáðahrauni segir Ólafur Jónsson (1945) enn minna
um gróðurfar í Grafarlöndum en í Lindum, eða einungis að með-
fram allri Grafarlandaá séu gróðurrendur, sem mest sé lágvaxinn
víðir og umhverfis lindirnar þar sem hún komi upp sé talsvert gróð-
urlendi, jafnvel mýrlendi og sé þar mjög viðkunnanlegt.
í ritgerð sinni Á Brúaröræfum getur Pálmi Hannesson (1950)
nokkrum orðum um gróður meðfram Grafarlandaá, þar sem hann
segir að sé mikill og fagur víðigróður en sandhólar utar frá með
melgresi og séu þeir víða rofnir af vindi enda sæki sandurinn fast
að gróðri hér.
Loks er í bókinni Landinu þínu örstutt lýsing á gróðurfari
Grafarlanda þar sem Steindór Steindórsson (1968) segir að með-
fram Grafarlandaá og lindunum sem myndi hana séu allmiklar
gróðurræmur, þar vaxi einkum grávíðir og hrossanál en mýrarbletti
sé einnig að finna og sé þar góður hagi.
Lýsing sú á gróðri meðfram Grafarlandaá sem hér fer á eftir er
að langmestu leyti byggð á athugunum sem ég gerði þar síðari hluta
ágústmánaðar 1974.
Sandar og sendnir melar eru upp frá Grafarlandaá beggja vegna
þar sem bílaslóðin liggur yfir liana rétt neðan fossins. Á þeim vaxa
einkum túnvingull, geldingahnappur, melgras, bjúgstör, beitieski,
axhæra, melskriðnablóm, skriðul klóelfting, melanóra, blóðberg,
kattartunga, holurt, lambagras, vetrarblóm, hvítmaðra, skeggsandi,
músareyra og grávíðir á stöku stað. Áþekkir melar eru upp með allri
á en ná hvergi að bökkum hennar. Flestar sömu tegundirnar vaxa
á þessum melaslóðum.
Þurrir og sendnir móar eru nær ánni, en þar er gróðurinn sam-
felldari þó svo til alls staðar grisji í sandinn milli plantnanna. Þar
er grávíðir mest áberandi og innan um hann einkum krækilyng,
vallhumall, stinnastör, vallhæra, blávingull, toppastör, blóðberg,
túnvingull, hvítmaðra, lógresi, bláberjalyng, sýkigras, grasvíðir,
þursaskegg, kattartunga og augnfró.
Sums staðar verður gróðurinn sandhólakenndur og er melgras
þar aðalplantan innan um grávíðinn. Þar sem íakinn er ögn meiri
vaxa einkum hrossanál, smjörgras, lyljagras, friggjargras, fjalla-