Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 59
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
161
flóa. Þær tegundir, sem þar voru mikilvægastar, eru varla til í fæðu
bleikiunnar í Ytri-flóa. Aftur á móti eru hornsíli og bobbar, sem
litla þýðingu höfðu í Syðri-flóa, aðalfæða bleikjunnar í Ytri-flóa.
Þær fæðutegundir, auk mýsins, sem bleikjan lifir helzt á, þ. e. stærri
botnkrabbar (Lepidurus arcticus og Eurycercus lamellatus) og
Daphnia longispina eru mjög sjaldgæfar í Ytri-flóa. Mýið er einnig
mun sjaldgæfara í Ytri-flóa en í Syðri-flóa. Ef dæma má eftir til-
raunaveiðum, er sízt minna af hornsílum í Syðri-flóa en í Ytri-flóa,
svo að ekki er það vegna of lítils magns þeirra í Syðri-flóa, sem
þeirra gætir svo lítið í fæðunni.
Fæðuval bleikjunnar í Syðri-flóa er meir í samræmi við það, sem
hún kýs helzt, vegna þess að magn og fjölbreytni fæðutegundanna
er þar miklu meiri en í Ytri-flóa. Hornsílin virðast því vera heldur
óvinsæl fæða, enda eru gaddarnir eða hornin, sem þau draga nafn
sitt af, sízt lystaukandi. í Ytri-flóa lifir bleikjan því fremur á horn-
sílum, vegna skorts á öðru betra.
Venjulega lifa litlir fiskar á smærri fæðutegundum en stórir. í
töflu 4 er fæðuval tveggja mismunandi stærðarflokka borið saman,
annars vegar 10—20 cm fisks og hins vegar 20 cm langra fiska og
stærri. í Syðri-flóa er lítill munur á fæðuvali þessara tveggja stærð-
arflokka vegna þess hve smáar fæðutegundirnar eru þar. f Ytri-flóa
hafa minni fiskar frekar lifað á mýlirfum en hornsílum fyrri hluta
sumars, en þegar kemur fram á haustið liggur munurinn aftur á
móti í því að minni fiskarnir hafa tekið stökkkrabba (Cyclops sp.)
fram yfir mýlirfurnar. Ekki verður fullyrt um hvort bleikjan hefur
étið þá við botn eða í svifinu, þar sem þeir finnast í báðum lífssam-
félögunum.
Hornsíli
Af hornsílum veiddust aðeins fiskar stærri en 7 cm og aðeins ör-
fáir hængar. Samkvæmt Muus &: Dahlström (1967) verða hornsílin
4—5 ára gömul og kynþroska 1—2 ára gömul. í Mývatni hrygna
þau fyrri hluta sumars og sennilega strax á öðru sumri lífsskeiðs
síns. Samkvæmt persónulegum upplýsingum frá Aneer (Askö
ranns.st. í Eystrasalti) verða hrygnurnar mun stærri en hængarnir.
Sennilegasta skýringin á því, að hængar veiddust eins lítið og raun
ber vitni, þykir mér sú, að þeir nái ekki 7 cm stærð í Mývatni.
íi