Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 20
122
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Sprungusvœði og bergprýstmgur á Suðurlandi
Að sumu leyti svipar skjálftasvæði Suðurlands til þverbrotasvæða,
sem tengja hryggjarstykki í hafinu, enda tengir svæðið vestara og
eystra gosbeltið og fær væntanlega spennu sína frá gosvirkni, ganga-
myndun og skorpuhreyfingum í þeim. Hversu náin hliðstæða þetta
belti er við þverbrotin í hafinu, er enn órannsakað mál. Upptök
stærstu skjálftanna á Suðurlandi (2. og 3. rnynd) virðast jrræða mjótt
belti með A-V stefnu frá Hjalla í Ölfusi austur undir Selsund. Ef
þetta belti væri túlkað sem plötuskil í anda plötukenningar, mundi
almennt við því búist, að brotahreyfingar, sem skjálftunum valda,
hefðu sömu stefnu og upptakabeltið. Sprungukerfi á yfirborði ættu
þá að stefna A-V og með hliðsjón af hreyfingu svipaðra þverbrota
í liafinu ætti land norðan beltisins að færast vestur en land sunnan
við austur í skjálftum. Sprungusvæðin eftir skjálftana 189fi og 1912
liggja hins vegar nær því að vera þvert á þessa stefnu og skástígar
sprungur benda til jæss, að land austan við hvert sprungusvæði hafi
færst suður en land vestan við norður. Stefna sprungusvæðanna og
hreyfing Jreirra gefa til kynna, að á Suðurlandi ríki mestur berg-
Jirýstingur í lárétta norðaustlæga stefnu, en minnstur þrýstingur
hins vegar í norðvestlæga stefnu jrvert á gosbeltiu. Stefna minnsta
Jjrýstings er þá mjög svipuð og á Reykjanesskaga. Undir þessum
Jirýstingi gæti bergið allt eins brotnað á lóðréttum A-V lægum flöt-
um, en af einhverjum orscikum, sem enn eru ekki kunnar, velur
bergið fremur N-S stefnuna. Þrýstingsástand bergsins er ekki ósvip-
að því, sem plötukenning gerir ráð fyrir, en bergið brotnar á annan
hátt en hún ætlar.
Heimildir um skjálfta sýna, að stórir skjálftar geta orðið hvar
sem er á upptakabeltinu og sprungur, sem þeim fylgja, munu yfir-
leitt stefna N-S og geta náð allt að 15 km til hvorrar handar. Á því
sprungusvæði gætu áhrif stærstu skjálfta orðið X—XI stig eða eyð-
andi á flest mannvirki.
Það er eftirtektarvert um skjálftana 1784 og 1896, að Jreir byrj-
uðu austan til á upptakabeltinu en færðust vestur á nokkrum dög-
um eða vikum. Ef stórir skjálftar koma á Landi og Rangárvöllum,
væri Jiví ástæða til að óttast allmikla skjálfta í Flóa og Ölfusi nokkru
seinna.
Hrinan 1896 var óvenju kröftug, enda bafði orku verið safnað