Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 85

Náttúrufræðingurinn - 1976, Blaðsíða 85
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 187 hraun (Ólafur ]ónsson, 1945) og Ferðir, blað Ferðafélags Akureyrar (Ólafur Jónsson, 1960); hann skrifar einkum um landslag þar og hina unaðslegu töfra staðarins, fagurt útsýni, hillingar, öræfakyrrð- ina og silfurtærar lindir, en minna um gróðurinn þó hann hafi greinilega hrifist mjög af stórvöxnu hvannstóði, fagurlituðum græn- gróðri og ilmi af gróandi grasi. Greinarbestu lýsingar á gróðurfari Grafarlanda og Herðubreiðar- linda, þótt stuttar séu, er að finna í síðara bindi bókarinnar Landið þitt eftir Steindór Steindórsson (1968 a og b), en eins og eðlilegt er um greinar í slíku uppflettiriti þá eru þær mjög samanþjappaðar. Sjálfur lief ég komið mörgum sinnum í Herðubreiðarlindir og farið um allt svæðið til gróðurrannsókna; einnig hef ég farið nm mestan hluta Grafarlanda og meðfram Grafarlandaá nærri frá upp- tökum til ósa. Síðastliðið sumar gekk ég svo á Herðubreið að norð- vestan og athugaði gróður þar og í vesturhlíðum hennar. í þessari grein verður, eins og nafnið bendir til, fjallað nærri eingöngu um flóru og gróður þessara gróðurvinja, þar sem landslagi og ýmsum fleiri þáttum í náttúrufari þeirra hafa verið gerð skil í ofannefndum greinum. Hér er fyrst og fremst byggt á eigin rann- sóknum, eins og gefur að skilja, jafn fáorðar og framanskráðar heim- ildir eru um plönturíki þessara fögru og nrerku staða. Lega og staðhættir Herðubreiðarlindir eru við austurjaðar Ódáðahrauns, 5—6 km aust-norðaustur af Herðubreið; þangað eru 60 km af þjóðveginum rétt austan Hrossaborgar á Mývatnsöræfum. Þar korna allmargar smálindir undan hraunröndinni á nokkrum kafla og renna lækirnir frá þeim saman í töluverða á sem heitir Lindaá, og rennur norður í Jökulsá við Ferjufjall, sums staðar nærri fast með hraunröndinni, annars staðar á sléttum eyrum. Umhverfis uppspretturnar og utan í hraunhallinu og einnig meðfram blátærri Lindaánni er mikill og gróskulegur gróður, fögur hvannstóð, gulvíðirunnar og eyrarósa- breiður, og þó er staðurinn í 480 m liæð yfir sjávarmáli. Suðvestur í hraunið gengur grunn lægð og í henni eru þrjár tjarnir með gxæn- um og grónum bökkum og rennur lækur úr syðstu tjörninni gegn- um hinar norður í Lindaá. Ólafur Jónsson (1945) getur þess að tjarnirnar muni myndaðar á síðari árum og þær séu ekki stöðugar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.