Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 1976, Side 26
128 NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN uppréttir, duttu hver um annan og kútveltust, þegar þeir í ofboði leituðu dyra (Thoroddsen 1899). Ýmislegt bendir til þess að misgengi hliðstætt Húsavíkursprungu iiggi um Dalsmynni í Fnjóskadal og milli Hríseyjar og Dalvíkur, þar sem Dalvíkurskjálftinn varð 1934. Hugsanlegt er, að þetta mis- gengi nái lengra, um Fljót og út á Skagafjarðardjúp, þar sem skjálfti af stærð 7 varð 1963 (Einarsson 1975a). Um Dalvíkurskjálftann er til ítarlegasta skýrsla, sem gerð hefur verið um áhrif skjálfta á hús og mannvirki hér á landi. Hana gerði ungur jarðfræðistúdent, Sig- urður Þórarinsson, senr staddur var á Akureyri, þegar skjálftinn varð, en brá sér á vettvang og safnaði gögnum. Stærð skjálftans er talin um 6,3 stig á Richterskvarða en áhrif hans voru af Sigurði metin VIII—IX stig á Dalvík, enda skemmdist helmingur húsa þar svo, að jrau urðu ekki ibúðarhæf (Thorarinsson 1937). Skjálftar í Borgarfirði Enn er ógetið þess jarðskjálftasvæðis, sem frægast varð á síðasta ári (1974), en það er í ofanverðum Borgarfirði og brúar bilið milli gos- beltisins á Snæfellsnesi og vestara gosbeltisins við Langjökul. Þaina höfðu áður mælst og fundist hrinur, en skjálftahrinan í Síðufjalli og Þverárhlíð, sem hófst í byrjun maí 1974, var kröftugri en áður þekktist á þessum slóðum. Hrinan náði hámarki með allmörgum skjálftum yfir 4 að stærð í síðari hluta maí, en í byrjun júní virtist hún að mestu gengin yfir og skjálftar orðnir fáir. Það urðu Borg- firðingum því mikil vonbrigði, þegar tveir skjálftar, annar 5,4 stig og hinn rúm 6 stig á Richterskvarða, komu með tveggja stunda millibili hinn 12. júní, þvert ofan í allar spár og loforð sérfræðinga. Svo virðist, sem hrinan hafi losað um bergið vestan við fyrsta skjálfta- svæðið og hleypt af þessum stóru skjálftum, en það er óvenjulegt, að svo stórir skjálftar fylgi í kjölfar hrina. Eftir þetta kom urmull af smærri skjálftum, sem þó fjöruðu út, eftir jrví sem leið á árið. Áhrif stærstu skjálftanna voru um VIII stig í Þverárhlíð en skemmd- ir furðanlega litlar á húsum. Páll Einarsson (1975b) sem kannaði áhrif skjálftanna rakti sprungur um 4 km veg frá Kvíum í Þverár- hlíð til austurs upp með Kjarrá. Sprungur með sömu stefnu fund-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.