Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1976, Page 34
136 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ur“, þ. e. eggjasjóður, er mikið ljósari ofan til og blöðin skarptennt- ari. Er aðeins talinn afbrigði (sjá Flóru). Vex hér allvíða. Fleiri afbrigði eru til en renna stundum allmjög saman. Stöku sinnum slæðist til íslands stóri-lokasjóður (Rh. major). Ffann ber ætíð ljós- gul blóm og nær hvítgræn stoðblöð, krónupípa hans verður bogin þegar líður á blómgunartíminn, en er bein á venjulegum lokasjóð. Blómum sumra lokasjóðstegunda er líkt við nef eða rana, vísinda- nafnið Rhinanthus þýðir nefblóm og seinna nafnið, lýsingarorðið, minor, lítill eða minni. Við kennurn þessa alkunnu jurt heldur við sjóð Loka eða peninga. Loki goðafræðinnar var ærið slunginn og viðsjáll; jurtin kennd við hann er líka bragðvís á sinn hátt, eins og að framan hefur verið lýst. II. Þekkirðu brúðbergið? „Ilmandi brúðberg, aldanna te, áanna lyf í tímans straumi,“ og „brúðir feðranna bergðu þér á, bar þig inn ljósan holtinu frá.“ Til brúðbergs ættkvíslar (Thymus) teljast. rúmlega 40 tegundir hálfrunna og smárunna með heil blöð. Flestar tegundirnar ilmríkar og í þeim rokgjarnar olíur með thymol o. 11. í Norður-Evrópu vaxa þrjár villtar tegundir. Ein þeirra, garða-blóðberg, er ræktuð sem kryddjurt. Þó íslenska brúðbergið (Thymus arcticus) sé ekki hátt í loftinu, vekur það athygli með fegurð sinni og ilmi. Mörg nöfn hafa því verið gefin: Blóðberg, blóðbjörg, bráðberg, bráðbjörg, brúð- berg og hellinhegri. Brúðbergsnafnið er talið eyfirskt, en mun þó hafa verið víðar til, t. d. í S.-Þingeyjarsýslu. Brúðberg er gömul lækningajurt, sem m. a. var notuð til kvenlækninga og gæti þess vegna hafa verið kennd við blóð og brúði. Flestir hafa séð brúðberg og marg- ir dáðst að því, enda álengdar að sjá lýsa beinlínis hinar ljósrauðu brúðbergsbreið- ur og smáblettir um blómgunartímann á holtum og sendnu eða grýttu snögg- lendi. í brúðbergi eru bæði ilmandi og beisk efni. Seyði af því hefur frá fornu fari verið notað gegn kvefi, lungna- og meltingarkvillum og enn er það notað í slík lyf (Herba Serpylli og Herba thymi). Mörgum þykir brúðbergste gott og það er einnig drukkið gegn kvefi. Þurrkað brúðberg geymist allan veturinn. Það var fyrrum 2. mynd. Brúðberg (Löve, 1970).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.