Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 3
Náttúrufrœöingurinn ■ 46 (4), 1976 ■ llls. 177—240 ■ Reykjavik, júni 1977
Axel Björnsson:
Jarðhræringar við Kröflu
Inngangur. Gosvakt við Kröflu
Um mitt ár 1975 varð á jarðskjálfta-
mælum vart við aukna skjálftavirkni
er átti upptök sín í grennd við Kröflu
í Mývatnssveit. Virknin náði hámarki
með eldgosi í Leirhnjúk 20. desember
1975 og miklum jarðhræringum á
stóru belti er nær að sunnan frá Hver-
fjalli og allt norður í Axarfjörð. Jarð-
hræringarnar stóðu fram í febrúar
1976 en þá dró verulega úr skjálfta-
virkni. Kyrrð hefur ekki enn komist
á við Kröflu. Land hefur ýmist sigið
eða risið og skjálftavirkni aukist eða
rénað á víxl. Er ekki séð fyrir endann
á þessum hræringum, þegar þetta er
skrifað í maí 1977.
Með vaxandi jarðhræringum hófu
jarðvísindamenn stöðugt eftirlit og
auknar rannsóknir á Kröflu-Náma-
fjallssvæði. Markmið liins reglu-
bundna eftirlits er tvíþætt:
a) að fylgjast sem nánast með öllu
jjví, sem sagt gæti fyrir um fram-
vindu jarðhræringanna og álnif
þeirra á mannvirki og fram-
kvæmdir,
b) að safna sem flestum og ítarleg-
ustum gögnum um Jæssa viðburði
í jarðsögunni til að öðlast meiri
skilning á hegðan náttúrunnar pg
eðli jarðhræringa og eldgosa al-
mennt.
Til að ná jjessu markmiði eru gerð-
ar margvíslegar mælingar og athug-
anir á hinu virka svæði. Fylgst er
með sprungumyndunum, breytingum
á hveravirkni svo og öðrum um-
merkjum á yfirborði. Meðal þeirra
mælinga sem framkvæmdar eru má
nefna mælingar á sprunguhreyfing-
um, hitamælingar í jarðvegi, hæðar-
ntælingar lands (landris og sig), halla-
mælingar, stöðugt eftirlit með borhol-
um á Kröflusvæði og í Bjarnarflagi,
þyngdarmælingar, viðnámsmælingar
svo og skjálftamælingar (Axel Björns-
son, 1976).
Með Jtessum rannsóknum svo og
fyrri athugunum á svæðinu hafa feng-
ist ítarlegar upplýsingar um gerð og
hegðan svæðisins í jarðhræringum
undanfarna mánuði. Má fullyrða að
ekkert háhitasvæði né nokkur megin-
eldstöð hér á landi séu eins vel Jrekkt
jarðvísindalega séð, eins og Kröílu-
Námafjallssvæði.
Þrátt fyrir Jtetta er langt í land að
menn skilji til hlítar eðli Jtessa svæðis
og Jjeirra breytinga er verða á |jví nær
daglega, hvað þá að unnt sé að spá
um framvindu jarðhræringa með
nokkurri vissu. Ástæðan fyrir Jjessu
12
Náttúrufræðingurinn, 46 (4), 1976
177