Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 29
stað á Vestfjörðum (?Borg, sjá Fris- trup 1943). Fundarstaðir gammayglu á íslandi eru sýndir á 2. mynd. Garðygla (.Agrotis ipsilon Hufn.) Garðyglan er mjög útbreidd og hef- ur fundist um nær allan heim, en hún er mikil flökkukind, eins og gammayglan. Um hana er sörnu sögu að segja og gammaygluna, að aðal- heimkynni hennar eru í suðlægum löndum. Hún lætur þó ekkert tæki- færi ónotað til þess að auka kyn sitt, þar sem hana ber að garði. Það hefur henni tekist með góðum árangri allt norður til sunnanverðrar Skandinav- íu. Eins og gammayglulirfur, eru lirf- ur garðyglunnar þeim kosti gæddar að geta gert sér að góðu margar teg- undir plantna. Garðyglur berast ekki til íslands í eins miklum fjölda og gammayglur, og að þeim eru einnig áraskipti. Á Norðurlöndum hafa garðyglur ekki fundist norðar en um miðja Skandi- navíu og í S.-Finnlandi, en gamma- yglur liafa liins vegar fundist norður úr öllu, eins og fyrr var getið. Við höfum gögn um garðyglur frá 20 árum á síðasta 30 ára tímabili. Að- eins tvö áranna var um verulegan fjölda að ræða. 1 ágúst 1947 voru garð- yglur algengar í Öræfum, en það ár fór mikil gengd flökkuskordýra um Evrópu (Wolff 1971). Árið 1959 kom svo önnur umtalsverð gengd. Þá náð- ust um 60—70 garðyglur á Kvískerj- 2. mynd. FundarstaSir gammayglu á íslandi. — Localities of Autographa gamma L. in Iceland. 203

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.