Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 52
Gróður Á 2. mynd er sýnd þekja helstu plöntutegunda á hinum ýmsu stöðv- um en í töflu 1 eru skráðar allar þær plöntutegundir sem fundust í mæli- reitunum og greindar voru, og er stöð L (ofan fitja) hér einnig tekin með til samanburðar. Greina má nokkur allglögg gróður- belti. Neðst á sniðunum eru brún- þörungar ríkjandi, þ. e. klapparþang (Fucus spiralis) og dvergaþang (Pel- vetia canaliculata). Um meðalflóð- liæð verður síðan sjávarfitjungur (Puccinellia maritima) ríkjandi og er hann nær einráður á stóru svæði, sem nær nokkuð upp fyrir hæð meðalstór- straumsflóðs. Neðstu sjávarfitjungs- plöntur fara í kaf á um 420 flóðum á ári, en hinar efstu á um 20 flóðum. Sjávarfitjungsbeltið spannar um 80 cm hæðarbil, en mestri grósku virðist fitjungurinn ná nálægt E og D stöðv- um, en það svæði fer í kaf urn 150— 250 sinnum á ári (ávallt er rniðað við ládeyðu). Kattartunga (Planlago maritima) var eina háplöntutegund- in önnur, sem fannst í mælireitum á sjávarfitjungsbeltinu. Ofan þessa ltelt- is tekur síðan túnvingull (Festuca 2. mynd. Þekja helstu plöntutegunda á fitjum við Gálgahraun, hyggt á meðaltölum af tveimur mælireitum í hverri hæð. Hver reitur var 1 X 1 m. Mfl. = hæð meðalflóðs. Mstfl. = liæð meðalstórstraumflóðs. Ststfl. = hæð mestu flóða á ári (ónákvæmt). — Percentage cover of chief plant species on Gálgahraun salt marsh, based on averages from two 1 X 1 m quadrats al each height level. Stöðvar = stations. Mfl. = mean higli water. Mstfl. = mean high water of springs. Ststfl. = highest annual high water (ap- proximate). ■ Ststfl — Mstf I -*-Mfl 100%

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.