Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 56

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 56
búast, að þær sýni útbreiðslumynstur á sniðum þessuin, sem aðeins ná yfir 20—30 lengdarmetra. Skulu nú helstu dýrahópar ræddir nánar. Marflœr. Meira kom af marflóm en nokkrum öðrum dýrum í fallgildr- urnar, og var alls um 5 tegundir að ræða. Á neðstu stöðvum (A) var teg- undin Hyale nilssoni mest áberandi, en strax þar fyrir ofan dregur mjög úr fjölda hennar, og nær útbreiðsla tegundarinnar aðeins að óverulegu leyti upp í hinar eiginlegu fitjar (3. mynd). Á B stöðvum verður fyrst vart við tegundina Orchestia gammarellus, sem verður síðan fljótlega mjög al- geng. Nær tegundin hámarki á mið- biki fitjungsbeltisins en hún finnst a. m. k. allt að K stöðvum, þótt þar sé greinilega farið að draga mjög úr fjölda hennar. Má með réttu nefna þcssa marfló einkennisdýr fitjanna við Gálgahraun. Jötunuxar. Jötunuxar voru algeng- ir um alla fitina, og fengust alls 13 tegundir á bilinu A—K. Á neðstu stöðvum var eingöngu um fjörujötun- uxann (Micralymma marinum) að ræða. Fannst sú tegund allt frá stöðv- um A og aðeins upp í túnvinguls- beltið. Hámarki naa- tegundin um miðhluta fitjungsbeltisins (3. mynd). Á D stöðvum á neðanverðu fitjungs- beltinu varð fyrst vart við tegundina Atheta vestita, en hún verður síðan algeng frá efri helming fitjungsbeltis- ins upp í mitt túnvingulsbeltið, en ])ar fyrir ofan dregur mjög úr magni hennar á ný. í miðju túnvingulsbelt- inu fer að bera á ýmsum öðrum jöt- unuxategundum, einkum Tachinus corticinus, T. marginellus og Quedius boobs. Fékkst mest af hinni fyrst- neíndu, en allar virðast þær verða al- gengari eftir því sem ofar dregur. Köngulœr. Köngulær voru algengar um allar fitjarnar, og fengust alls 11 tegundir á bilinu A—K. Á neðri helm- ing fitjungsbeltisins er tegundin Ha- lorates repropus algeng, en hún fannst einnig á A stöðvum, rétt neðan þessa beltis. Útbreiðsla tegundarinnar nær upp í efri helming fitjungsbeltisins (3. mynd). Tegundin Erigone longi- palpis finnst um allt fitjungsbeltið og nær aðeins upp í túnvingulsbeltið. Hún virðist ná hámarki um mitt fitj- ungsbeltið. Tegundin Allomengea scopigera hefur víða útbreiðslu allt frá neðanverðu fitjungsbelti og upp úr, en virðist algengust í túnvinguls- beltinu. Aðrar köngulóartegundir fengust í minna magni, og fundust þær nær eingöngu um efri hluta fitj- anna. tínnur algeng dýr. Eins og áður segir er ekki við því að búast að tví- vængjur sýni útbreiðslumynstur á fitjasniðum þessum. Þó virtist tegund- in Heterocheila buccata algengust neðst á fitjunum, en aðrar tegundir voru yfirleitt algengari um efri hluta fitjanna (tafla 2). Æðvængjur fengust um meginhluta fitjanna, en voru al- gengastar efst í fitjungsbeltinu og í 3. mynd. Einstaklingsfjöldi nokkurra dýrategunda úr fallgildrum í Gálga- hraunsfitjum, byggt á veiði tveggja gildra í hverri hæð, en hver gildra gekk í 5 daga. Skammstaíanir eins og á 2. mynd — Number of individuals of some common species obtained in tiuo pitfall traps al each height level on Gálgahraun salt marsh during 5 days. Stöðvar = stations. Fjöldi = number. Marflœr = Amphi- poda. Jötunuxar = Staphylinidae. Köngu- lœr = Araneae. Abbrevations as in Fig. 2. 230

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.