Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 64

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 64
Stefán Aðalsteinsson: Um uppruna íslenskra nautgripa Sagnfræðingar liafa beitt mörgum aðferðum við rannsóknir sínar á upp- runa þjóða. Skráðar og munnlegar heimildir hafa verið notaðar til hins ítrasta, málfræðirannsóknum og i'orn- leifarannsóknum hefur verið beitt í ríkum mæli, og mælingar á ýmsum einkennum manna, svo sem höfuðlagi og liáralit, hafa einnig verið notaðar til samanburðar. Síðustu áratugina hefur verið Iteitt blóðflokkarannsóknum á fólki, og þar hefur margt nýtt komið í ljós. Rann- sóknir á blóðflokkum íslendinga hafa t. d. leitt í Ijós, að nálgt tveir þriðju hlutar þjóðarinnar séu af norrænum uppruna, en einn þriðji hennar sé af keltneskum uppruna. Þessi ályktun kentur lram í grein, sem K. K. Kidd og L. L. Cavalli-Sforza rita í tímaritið Evolution í október 1974, og er þar vitnað í J. Edwards, sem hefur unn- ið með Erfðafræðinefnd Háskóla ís- lands. í ofannefndri grein er aðal- uppistaðan þó rannsóknir á blóð- flokkum í íslenskum nautgripum. Það Iiggur í augum uppi, að land- nemar í nýju landi hafa haft með sér bústofn úr heimalandi sínu. Ef veru- legur hluti íslendinga á ættir sínar að rekja til Irlands, Skotlands og Wales, þar sem Keltar bjuggu einkum, þá ættu landnámsmenn jtaðan að hafa haft með sér búfé þaðán ekki síður en norrænir landnemar. Þess vegna var í það ráðist sumarið 1960 að rann- saka blóðflokka í íslensku nautgrip- unum. Þetta var samnorrænt verkefni, og að því stóðu Norðmaðurinn Mika- el Brænd, Svíarnir Jan Rendel og Bo Gahne og af íslands hálfu aðstoðaði greinarhöfundur við rannsóknina. — Alls var tekið blóð úr nálægt 1000 nautgripum úr öllum landshlutum, og voru blóðsýnishornin rannsökuð í Noregi og Svíþjóð. Niðurstaðan af þessum rannsókn- um varð sú, að íslenski nautgripa- stofninn væri svo til einvörðungu af norskum uppruna. Mótsögnin sent kom fram varðandi uppruna fólks og búfjár á íslandi í þessari rannsókn vakti mikla athygli og ekki síður það fyrirbæri, að hér á íslandi er til búfé, sem hefur verið einangrað frá öðru búfé í yfir 1000 ár. Þess vegna voru fengin lleiri sýnis- horn af blóði úr íslenskum nautgrip- um árið 1968 og þau rannsökuð í Bandaríkjunum. Náttúrufræðingurinn, 46 (4), 1976 238

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.