Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 66
visar, sem landnámsmenn fluttu með
sér í nautgripastofni sínum frá Noregi
til fslands á landnámsöld hafa sem
sé varðveist liér í meira en 1000 ár.
A 1. rnynd er sýnt upprunatré fyrir
íslenska nautgripi og norska Þrænda-
kynið, en inn á myndina er bætt koll-
óttum sænskum kúm, rauðum dönsk-
um, brúnum svissneskum, svartskjöld-
óttum láglandskúm af hollenskum og
þýskum uppruna (Holstein), skoskum
Ayrshirekúm, amerískum langhyrn-
ingum af spönskum uppruna og Jers-
eykúm, sem eru frá eynni Jersey í
Ermarsundi. Þau kyn, sem liggja hlið
við hlið i myndinni, eru skyldust, og
því styttra sem er í að greinarnar
tengist, þeint mun meiri er skyldleik-
inn.
í erindi, sem K. K. Kidd hélt á ráð-
stefnu á Spáni haustið 1974, birti
hann annað upprunatré fyrir naut-
gripakyn, þar sem íslenska kynið er
tekið með, en norsku kynin ekki.
Þetta tré er sýnt á 2. mynd. Auk kynj-
anna á 1. mynd er þarna sýnt franska
Charolais-kynið og spönsku kynin
Retinto og De Lidia. Þar kemur fram,
að íslenska kynið er skyldast Guerns-
ey-kyninu, sem upprunnið er frá eyj-
unni Guernsey í Ermarsundi. Þessi
skyldleiki er mun minni en skyldleiki
íslensku og norsku nautgripanna, en
þó svo mikill, að hann kemur veru-
lega á óvart. Hér er því verðugt verk-
efni fyrir sagnfræðinga að velta Jjví
fyrir sér, hvaða tengsl gæti verið um
að ræða milli þcssara staða, sem gætu
útskýrt Jtennan skyldleika á nautgrip-
unum.
HEIMILDIR
Kidd, K. K., 1974: Biochemical poly-
morphismus, breed relationship, and
germ plasm resources in domestic
cattle. Ist World Congress on gene-
tics applied to livestock procluction.
Madrid, 7.-11. Oct. I, pp. 321-328.
Kidd, K. K. and Cavalli-Sforza, L. L.,
1974: The role o£ genetic drift in
the differentiation ol Icelandic and
Norwegian cattle. Evolution, 28: 381
-395.
Brœnd, M., Rendel, ]., Galine, B. and
Adalsteinsson, S., 1962: Genetic stu-
dies on blood groups, transferrins
and hemoglohins in Icelandic cattle.
Hereditas, 48: 264—283.
240