Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 12
elsta jökulberg í Jökuldal (McDougall & Wensink, 1966). J. L. Aronson og Kristján Sæmundsson (1975) segja mörkin vera við Mammoth segulkafl- ann, |). e. fyrir um 3,1 milljón ára við elsta aldursákvarðaða jökulbergið hér á landi. Hér má benda á, að sam- þykkt 18. alþjóðaþings jarðfræðinga í London felur í sér, að mörkin milli plíósen og pleistósen eigi að ráðast af breytingum í sjávardýralífi og að „Calabríu-sjávarlögin" á Italíu skuli tilheyra pleistósen (King & Oakley, 1949). Á 19. alþjóðaþingi sömu aðila í Alsír 1952 (Berggren 8c Van Couver- ing, 1974) var elsta stigi „sjávar-plei- stósen“ gefið nafnið „Calabríu-stig“ og var þá miðað við fyrrnefnd lög í Calabríu á Italíu. Miklar rannsóknir hafa staðið yfir og standa enn til að skera úr urn aldur þessara tímamóta svo og hvar best megi komast að þeim. Á Italíu hefur aldur þessara tíma- móta verið ákvarðaður á síðustu ár- um. Annars vegar ltefur hann verið ákvarðaður óbeint, þ. e. með saman- burði á götungafánu í „Calabríu-lög- unum“ og í djúpsjávarseti, sem einnig hefur verið segulmælt. Aldurinn, sem þannig hefur fengist, er um 1,6—1,8 milljón ár, þ. e. um eða við Gilsá- Olduvai segulkaflann (t. d. Berggren & Van Couvering, 1974). Hins vegar hefur ítölskum jarðfræðingum, sem unnið hafa í Calabríu, loks tekist að finna sýni, sem hæf eru til K/Ar-ald- ursákvörðunar og telja þeir mörkin vera um 2,0—2,2 milljón ára gömul (Selli o. fl„ 1977). Það er athyglisvert, að þessi aldur markanna á Ítalíu virð- ist vera svipaður aldri elsta jökulbergs á Tjörnesi (Furuvík I). Svo sem að ofan greinir, eiga rnörk- in milli plíósen og pleistósen ekki að ráðast af loftslagsbreytingu einni sér heldur eiga breytingar í lífríki og þró- tin lífríkis að vera ákvarðandi þáttur þessara tímamóta svo sem annarra tímamóta jarðsögunnar (Berggren 8c Van Couvering, 1974). Ef ganga ætti út frá loftslagsbreytingu eirini sér, er í rauninni ekkert, sem mælir fremur með því að setja rnörkin við loftslags- breytinguna fyrir um 3 milljónum ára en t. d. þá loftslagsbreytingu, sem orsakaði jöklamyndun á suðurhveli jarðar fyrir 4—7 milljónum ára, þegar núverandi íshella Suðurskautslands- ins myndaðist, og olli afflæði sjávar á síð-míósen m. a. á Nýja Sjálandi, Kaliforníu og á Miðjarðarhafssvæð- inu (Mercer, 1973; Margolis 8c Ken- nett, 1971; Berggren & Van Couver- ing, 1974). í Suður-Alaska hafa einnig fundist menjar urn jökla á síð-míósen, en elsta jökulberg þar hefur verið ald- ursákvarðað urn 10 milljón ára gamalt (Denton & Armstrong, 1969). Af þessu má ráða, að ákvörðun plíósen-pleistó- sen markanna á grundvelli jökla og jökulmenja, er ónothæf, þar sem þeir hafa ekki gengið samtímis í garð um allan heim. Er því ljóst, að eigi að leita plíósen-pleistósen markanna á ís- landi á raunhæfan hátt, er Tjörnes, enn sem komið er, eina svæðið til slíks, þar sem steingervingarnir og það umhverfi, sem þeir lifðu í, veita þýð- ingarmestu upplýsingarnar þar að lútandi. Þakhir Jón Eiríksson og Þorleifur Einars- son lásu yfir handrit og lagfærðu margt, er betur mátti fara, og er það þakkað hér. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.