Náttúrufræðingurinn - 1978, Qupperneq 22
3. mynd. Hrefna skríður undir stafn á skipi. Ljósm. G. R. Williamson, Bruce Cole-
man, úr Nature Canada.
Þeir, sem höfundur hefur talað við,
minnast þess ekki að hafa séð svo
ærslafullan leik hjá hrefnum, sem
áður greindi. Bjarni Sæmundsson seg-
ir hins vegar frá þvi, að komist Itrefn-
ur t. d. í síldartorfur stökkvi þær oft
á tíðum upp úr sjónum og láti sig
svo skella á bakið. Hann talar og um
leik hrefna við bógöldur skipa á sigl-
ingu, sem sjómenn nú á dögum sjá
stundum til smáhvala en varla hrefna.
Vera kann, að síðan farið var að veiða
hrefnu hér við land af meira kappi
en fyrrum, geri þær sér ekki eins dælt
við skip og báta og áður.
Allt frá tímum Forngrikkja og
Rómverja eru til sagnir um það, að
menn hafa ællað hvölum óvenju mik-
ið vit, þótt sú staðreynd, að mann-
og hvalskepnan lifa í tveimur ólíkum
efnisheimum, hafi lengst af meinað
mönnum að skyggnast að ráði inn í
hina votu verökl hvala, hvað þá hug-
arheim þeirra. Einstöku sinnum
áræddu þó hvalir svo að segja í mann-
heima, og liinar fornu sagnir greina
frá einstæðum samskiptum manna og
hvala.
Á síðari árum hafa verið gerðar
margar og viðamiklar tilraunir með
smáhvali í búrum og nokkrar tilraun-
ir með hrefnur. Hægt hefur J)ó miðað
í j)ví að staðfesta hina fornu tilgátu.
Tekist hefur að kenna hvölum marg-
ar listir og staðfesta að jteir eiga sér
nokkuð flókið merkjamál. Sumir
þeirra, sent staðið hafa af slíkunt
rannsóknum, hafa j)óst finna j)á
greind með hvölum, er gengi hinni
mannlegu næst. Aðrir hafa bent á, að
flest Jmð, sem tekist liefur að láta
hvali framkvæma, væri hverjum sæmi-
lega greindum hundi ætlandi. Enn
hefur ekki tekist að sanna eða afsanna
16