Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 25
Axel Björnsson og Oddur Sigurðsson: Hraungos úr borholu í Bjarnarflagi Efiir að jarðhræringar liófust í Þingeyjarsýslum árið 1975, hafa skipst á róleg tímabil liægrar landlyftingar, sem staðið hafa í nokkrar vikur eða mánuði í hvert sinn, og stutt virk tímabil, sem einkennst hafa af skjálfta- hrinum, landsigi innan Kröfluöskj- unnar og sprungumyndunum. Virkn- in hefur einkum verið á sprungubelt- inu, sem liggur úr Mývatnssveit um Kröflusvæðið og nær þaðan norður í Axarfjörð. Þrisvar hefur eldur verið uppi í slíkum hrinum. Frá sögu og eðli þessara hræringa hefur verið greint í allmörgum tímaritsgreinum, sjá t. d. greinar eftir Odd Sigurðsson (1976 a, b; 1977), Axel Björnsson (1976) og Axel Björnsson o. 11. (1977). Dagana 8. og 9. septemljer 1977 gekk sjötta hrinan yfir á svæðinu. Hræringar hófust kl. tæplega 16 með sískjálfta, er sást á jarðskjálftamælum í Mývatnssveit, og landsigi á Leir- hnjúkssvæðinu. Varð heildarsig þar um 30 cm. Tveim tímum seinna hófst eklgos við norðurbrún Kröfluöskj- unnar um 4 km norðan Leirhnjúks og stóð, það sem eftir lifði dags. Flat- armál hraunsins varð um 0,85 km2 og heildarrúmálið nálægt tveimur milljónum rúmmetra. Upp úr kl. 17 tók jörð að skjálfa mjög í austan- verðri Mývatnssveit og eftir kl. 19 juk- ust skjálftar enn. Voru þeir stærstu 3—4 stig á Richter-kvarða (Skjálfta- bréf, Nr. 26). Landsspildan á milli Krummaskarðs og Grjótagjár seig í þessari skjálftahrinu um nær einn metra og gliðnaði um annað eins. Því var fyrst veitt athygli laust fyrir kl. 24 hinn 8. september 1977, að gul- rauður eldstrókur stóð tugi metra í loft upp af holu nr. 4 í Bjarnarflagi. Kom gosið í hviðum eins og hagla- byssuskothríð í síbylju með feykileg- um fyrirgangi. Stóð gosið í um það bil 1/2 klst., en mönnum varð ekki Ijóst þá um kvöldið, hvort um raunveru- legt eldgos eða aðeins gasloga var að ræða. Skjálftahrinan stóð þá sem hæst. Morguninn eftir sást, að gat hafði rofnað á hnébeygju ofan á toppbún- aði holunnar og hafði gjall borist upp í gegnum gatið og myndað gjósku- geira í NA út frá holunni. Mynd 1 sýnir holuna að morgni þess 9. sept- ember 1977. Hjörtur Tryggvason starfsmaður Orkustofnunar var meðal sjónarvotta að borholugosinu og mældi hann gjallgeirann fáum dög- um síðar. Tíndi hann saman allan vikur af nokkrum 400 cm2 reitum, Náttúrufræðingurinn, 48 (1—2), 1978 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.