Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 97
í skilum en of margir hafa þó vanrækt
það nokkuð. Síðastliðið ár breyttist þetta
mjög til batnaðar og er stjórnin félögum
mjög jjakklát fyrir það. Fjárhagur félags-
ins er því sæmilegur eins og reikningar
þess bera með sér, líklega ekki síst vegna
þess að árgjöld liafa liækkað samtímis
öðru, fyrst og fremst útgáfukostnaði Nátt-
úrufræðingsins, en ekki verið einu eða
tveimur árum á eftir.
Flóra Islands
Á síðasta aðalfundi var flutt og sam-
þykkt tillaga, þar sem stjórn félagsins var
falið að hefja undirbúning nýrrar útgáfu
Flóru íslands og skipa nefnd til að at-
huga ýmis atriði þar að lútandi. Á fyrsta
stjórnarfundi eftir aðalfund voru grasa-
fræðingarnir Eyþór Einarsson, Hörður
Kristinsson og Jóhann Pálsson skipaðir í
þessa undirbúningsnefnd, en í fjarveru
Jóhanns Pálssonar tók Bergþór Jóhanns-
son grasafræðingur sæti hans í nefndinni
til bráðabirgða.
Nefndin hefur komið saman nokkrum
sinnum, ýmist allir nefndarmenn eða
tveir í senn. Hún leggur til að Steindór
Steindórsson komi inn í nefndina sem
1 jórði maður til að tryggja samhengið við
síðustu útgáfu. Leitað hefur verið til
nokkurra stærri forlaga um samvinnu,
þannig að forlagið tæki að sér að sjá um
prentun, band og dreifingu, en félagið
sæi sjálft um liandrit, myndir og mynda-
mót, og gerður yrði um þetta samningur
á svipaðan hátt og við síðustu útgáfu.
Allt. útlit er fyrir að samstarf takist við
Menningarsjóð á þessum grundvelli.
Undirbúningsvinna yrði fólgin í endur-
skoðun alls efnis, fyrirkomulagi þess og
framsetningu. Inngangur bókarinnar
myndi stytlast, lyklar og tegundalýsingar
verða með svipuðum hætti en upplýsing-
ar um útbreiðslu ýtarlegri. Tegundir yrðu
allmiklu fleiri en í síðustu útgáfu, þar
91