Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 4
Eftir borholugosið í Bjarnarflagi hinn 8.september 1977 var mikið gufuútstreymi á svæð- inu. Á myndinni sést einn af borholuskúrunum yfirfullur af gufu. Ljósm. Páll Imsland. En hví er þá ekki unnt að segja fyrir um það hvort Kröflueldum sé lokið eða að ljúka? Pað stafar af því að hegðun jarðskorpunnar á Kröflusvæð- inu hefur breyst að undanförnu. Hraði allra breytinga á svæðinu er nú til mikilla muna minni en áður var og því er ekki lengur hægt að draga ályktanir á sama hátt og fyrr. Þá er einnig á það að líta að við höfum ekki upplifað endi á slíkri atburðarás sem landrekshrina þessi er og þekkjum hann því ekki. Það vantar sem sagt reynsluna af því hvernig svona atburð- ir enda til þess að hægt sé að nota nú- verandi ástand og breytingarnar á því til þess að segja fyrir um það af nokk- urri nákvæmni, hvort þetta sé endir- inn eða ekki. Þær hugmyndir sem við höfum í þessu sambandi eru frá lokum Mývatnselda, meira en 250 ára gaml- ar. Þær eru bæði óljósar í mörgu tilliti og auk þess er þeirra alls ekki aflað með beinum mælingum. Þær þola því engan samanburð við þá þekkingu sem aflast hefur í Kröflueldum og not- ast hefur verið við í forsögnum um þá atburði. Kröflugosin hafa í eðli sínu verið lík hvert öðru en ásýndum hafa þau verið ólík. A forsíðu blaðsins að þessu sinni er mynd sem tekin var í Kröflugosinu í mars 1980 og á blaðsíðu 92 er mynd frá gosinu í október sama ár. Hér á síðunni er ennfremur mynd frá einum af sérstæðustu atburðum Kröflueld- anna, þegar kvikan barst inn í borhol- una í Bjarnarflagi í september 1977 svo að gaus upp úr henni. Þá hitnaði mikið á yfirborði í Bjarnarflagi og sýnir myndin áhrif þessa á jarðhita- vinnsluna þar. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.