Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 4
Eftir borholugosið í Bjarnarflagi hinn 8.september 1977 var mikið gufuútstreymi á svæð- inu. Á myndinni sést einn af borholuskúrunum yfirfullur af gufu. Ljósm. Páll Imsland. En hví er þá ekki unnt að segja fyrir um það hvort Kröflueldum sé lokið eða að ljúka? Pað stafar af því að hegðun jarðskorpunnar á Kröflusvæð- inu hefur breyst að undanförnu. Hraði allra breytinga á svæðinu er nú til mikilla muna minni en áður var og því er ekki lengur hægt að draga ályktanir á sama hátt og fyrr. Þá er einnig á það að líta að við höfum ekki upplifað endi á slíkri atburðarás sem landrekshrina þessi er og þekkjum hann því ekki. Það vantar sem sagt reynsluna af því hvernig svona atburð- ir enda til þess að hægt sé að nota nú- verandi ástand og breytingarnar á því til þess að segja fyrir um það af nokk- urri nákvæmni, hvort þetta sé endir- inn eða ekki. Þær hugmyndir sem við höfum í þessu sambandi eru frá lokum Mývatnselda, meira en 250 ára gaml- ar. Þær eru bæði óljósar í mörgu tilliti og auk þess er þeirra alls ekki aflað með beinum mælingum. Þær þola því engan samanburð við þá þekkingu sem aflast hefur í Kröflueldum og not- ast hefur verið við í forsögnum um þá atburði. Kröflugosin hafa í eðli sínu verið lík hvert öðru en ásýndum hafa þau verið ólík. A forsíðu blaðsins að þessu sinni er mynd sem tekin var í Kröflugosinu í mars 1980 og á blaðsíðu 92 er mynd frá gosinu í október sama ár. Hér á síðunni er ennfremur mynd frá einum af sérstæðustu atburðum Kröflueld- anna, þegar kvikan barst inn í borhol- una í Bjarnarflagi í september 1977 svo að gaus upp úr henni. Þá hitnaði mikið á yfirborði í Bjarnarflagi og sýnir myndin áhrif þessa á jarðhita- vinnsluna þar. 58

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.