Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 12
Tafla 2. Aldurshlutföll heiðlóu í Grafarvogi og Kópavogi í ágúst 1980. Age ratios (% young) o/Pluvialis apricaria in Grafarvogur and Kópavogur in August 1980. Dags. GRAFARVOGUR KÓPAVOGUR Hlutfall n Hlutfall n unga (%) unga (%) 3.8. 8 36 9 142 8.8. - 26 132 12.8. - 18 163 16.8. 13 40 17 174 20.8. 24 67 - 23.8. 62 260 - 30.8. 58 172 59 244 um margt líkt því sem er í Önundar- firði og líklegt að fæða sandlóu sé einnig svipuð. Heiðlóa (Pluvialis apricaria). Held- ur meira var um heiðlóu í Grafarvogi en Kópavogi. Fyrstu farfuglarnir í Grafarvogi sáust 5. apríl 1980 og 1981 (2 og 4 fuglar) og í Kópavogi 11. apríl 1980 (8) og 9. apríl 1981 (51). Vorhá- mark var í Grafarvogi 16. apríl 1980 (111) og 24. apríl 1981 (93), og í Kópavogi 14. apríl 1980 (86) og 24. apríl 1981 (75) (5. mynd). Bæði vorin voru heiðlóur horfnar af leirunum um miðjan maí. Eftir mánaðamótin maí-júní 1980 sást stök heiðlóa tvisvar í Kópavogi. Annars sáust engar lóur fyrr en 23. júlí, þá ein á hvoru svæði. í ágúst og september fjölgaði heiðlóum mjög mikið. Lóurnar voru mun meira á leirunum um haustið en um vorið. Fyrstu fleygu ungarnir sáust 3. ágúst á báðum svæðunum. Eftir það fór hlut- fall unga vaxandi (Tafla 2). Á haustin nota heiðlóurnar leirurnar óreglulega frá degi til dags, en þær eru mikið á túnum, graslendi og lyngmóum í ætis- leit. í Grafarvogi var hámark í fjölda 26. september (1200) og í Kópavogi 7. október (890). Heiðlóur voru flest- ar farnar fyrir miðjan október, þær síðustu sáust 13. nóvember í Kópa- vogi (61) og 15. nóvember í Grafar- vogi (12). Sex heiðlóur skotnar 30. september 1980 í Grafarvogi höfðu étið bæði á landi og í fjörunni. Mikið var af jurta- trefjum í fóörnunum og gæti það bent til þess að á landi sé fæðan einkum ánamaðkar (Lumbricidae), þó fund- ust ekki burstar þeirra. Auk þess fundust bjölluleifar (Coleopterá). í fjörunni var fæðan mjög blönduð, en einna mest var af sandskel, doppum (Littorina spp.) og ormum (Tafla 3). í Önundarfirði var fjörufæða heiðíóu einnig fjölbreytileg, m.a. kræklingur, doppur, marflær (Gammarus obtusat- us) og burstaormar (Polychaeta) (Arnþór Garðarsson o.fl. 1980). Tildra (Arenaria interpres) sást mun meira í Kópavogi en Grafarvogi. Tildr- ur sóttu lítið sem ekkert út á leirur, en voru í grjót- og malarfjörum, þar sem þær sáust illa og erfitt var að telja þær. Engar tildrur voru á svæðunum um miðjan veturinn 1980-81, þær síðustu sáust 25. október í Grafarvogi (1) og 15. nóvember í Kópavogi (2) og þær fyrstu komu aftur 4. febrúar í Kópa- vog (12) og 20. mars í Grafarvog (4) (6. mynd). Fjöldinn breyttist mik- ið í mars-maí bæði árin en vegna 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.