Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 39
Kristján Geirsson
Fallgígar
INNGANGUR
Fallgígar (Pit craters) voru fyrst
skilgreindir til aðgreiningar frá
sprengigígum í rannsóknarleiðangri
Charles Wilkes til Hawaii árið 1840
(Macdonald 1972). Fallgígar eru
kringlótt eða ílöng op í hraunhellu
sumra dyngja. Stærð opanna er mis-
jöfn, frá örfáum metrum upp í kíló-
metra í þvermál (Macdonald 1972).
Dýptin hefur mælst allt að 300 m
(Macdonald og Abbott 1970). Veggir
fallgíga eru oftast nærri lóðréttir og í
þeim má vel sjá hin þunnu hraunlög
dyngjanna. Botninn er oftast hulinn
foksandi, seinni tíma hraunum eða
stórgrýti sem hrunið hefur úr börmun-
um (Macdonald 1972). Lítil eða engin
ummerki um gígana sjást á yfirborði
fyrr en komið er að brún þeirra (1.
mynd).
MYNDUN FALLGÍGA
Dyngjugos eru flæðigos þar sem
heit kvikan rennur langar leiðir í lok-
uðum rásum og kemur ekki fram
nema við jaðra hraunstraumanna.
Gjóskumyndun í slíkum gosum er lítil
sem engin (Sigurður Fórarinsson
1981). Þegar líða tekur á gosið getur
myndast hrauntjörn í gíg dyngjunnar
þar sem kvikan dvelur í lengri eða
skemmri tíma. Með tímanum storknar
yfirborð slíkra hrauntjarna og þykkn-
ar skorpan eftir því sem kólnun og
storknun eykst. Ef kvikan streymir
burt undan þakinu hrynur það niður.
Svipað á sér stað ef hraunrásir tæmast
og styrkur þaksins er ekki nægur til að
halda því uppi. Flestir fallgígar á
Hawaii myndast í sambandi við kviku-
hlaup þegar kvikan bræðir sig upp í
gamla skorpu sem síðan hrynur niður
að hluta (Macdonald og Abbott 1970,
Macdonald 1972).
Ýmsar ástæður geta verið fyrir því
að kvika streymir burt undan þunnri
skorpunni. Helstar eru:
1) í lok gossins sígur kvikan niður í
aðfærsluæðina. Eldfjallið gleypir
aftur eigin afurð.
2) Kvika fær útrennsli neðar í dyngj-
unni og hrauntjörnin og/eða
hraunrásir tæmast.
3) Hraunrennsli hættir og hraunrásir
tæmast.
(Macdonald og Abbott 1970,
Macdonald 1972)
Menn hafa einu sinni verið vitni að
myndun fallgígs. Það var í gosi árið
1955 í risadyngjunni Kilauea á Haw-
aii. Heyrðist dauf sprenging og um
150 m hátt öskuský reis upp og dreifði
fínni ösku um næsta nágrenni. Eftir
var um 20-30 m djúp hola, 8 m í þver-
mál efst en víkkaði eftir því sem neðar
dró. Barmar fallgígsins urðu fljótlega
lóðréttir vegna hruns (Macdonald og
Abbott 1970). Rúmmál öskunnar sem
dreifðist í kring um gíginn reyndist
vera innan við 1% af rúmmáli gígsins.
Náttúrufræöingurinn 59 (2), bls. 93-102, 1989.
93