Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 22
Lóuþrælar (Calidris alpiná). Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson. hluta júní og urðu flestir 8. júlí á báð- um svæðum, 190 í Grafarvogi og 527 í Kópavogi. Voru þetta eingöngu full- orðnir fuglar, líklega að koma til baka af varpstöðvum. Eftir hámark snemma í júlí fækkaði lóuþrælum og voru komnir í 123 í Grafarvogi og 214 í Kópavogi þegar fyrstu ungarnir sáust 15. júlí. í Kópavogi var fjöldinn stöð- ugur 17. júlí - 3. september, en þá varð mikil fækkun og síðustu fuglarnir sáust 25. september (2) og 20. októ- ber (1). f Grafarvogi fækkaði mun fyrr, eða um 11. ágúst, og síðasta at- hugun þar var 7. september (1). Allt frá því að fyrstu ungarnir komu á leir- una í júlí uns hætt var að taka aldurs- hlutföll 11. ágúst var hlutfallslega meira um unga í Kópavogi en Grafar- vogi (Tafla 4). Telja verður líklegt að lóuþrælar sem koma til landsins fyrir miðjan maí, séu að langmestu leyti íslenskir varpfuglar. Á láglendi sunnanlands byrjar varptími lóuþræla strax í 2. viku maí (Agnar Ingólfsson og Arn- þór Garðarsson 1955). í Þjórsárverum sáust fyrstu lóuþrælar á varpstöðvum 7. og 10. maí vorin 1972 og 1973. íslenskir lóuþrælar (undirtegundin C. a. schinzii) hafa vetursetu í Norð- vestur-Afríku (Marokkó, Máritaníu) en fara um vesturstrendur Evrópu vor og haust (Pienkowski og Dick 1975). Vorumferð lóuþræla á Bretlandseyj- um er í apríl og maí. Á suðurströnd Englands fóru lóuþrælar af undirteg- undinni C. a. schinzii mest fyrstu tvær vikurnar í maí á árunum 1953-1972 (Steventon 1977). Lóuþrælar á Norð- austur-Grænlandi eru taldir til undir- tegundarinnar C. a. arctica (Ferns og Green 1979). Talið er að þeir hafi vet- ursetu á sömu slóðum og íslenskir lóu- þrælar (Meltofte 1985) og fari um Bretlandseyjar síðustu tvær vikurnar í 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.