Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 58
HRAUNRÓSIR Þunnfljótandi basalthraun hafa tilhneigingu til þess að mynda helluhraun þegar þau storkna. Yfirborð helluhrauna einkennast af fjölmörgum og mismun- andi rennslismynstrum. Þessi mynstur eru afleiðing þess að þunnfljótandi hraun sem rennur kóínar tiltölulega hratt á yfirborðinu, í snertingu við andrúmsloftið. Þar myndast því þunn storkuskán sem er seig en eftirgefanleg í fyrstu, en verð- ur stíf og brothætt er hún þykknar. A meðan skánin er enn seig getur hún tekið á sig ýmsar myndir og form sem að mestu stjórnast af hreyfingum fljótandi hraunsins sem undir rennur. Hraunreipin eru án efa best þekkt slíkra yfir- borðsmynstra. Þau verða til þar sem skánin hrukkast og leggst í smágerðar fell- ingar ofan á álum og lænum þar sem hraunið rennur undir. Þegar hraun storkn- ar hins vegar í tiltölulega kyrrstæðum hrauntjörnum eða lautum valda iðu- straumar og önnur hreyfing í kvikunni því að yfirborðsskorpan brotnar upp í fleka eða jaka sem mjakast til og færast eftir því hvernig kvikan þrýstir á þá. Þar sem jakar mjakast hver fram hjá öðrum í gagnstæðar áttir og smávegis kvika þrýstist upp á milli jaðranna getur hún undist upp í skrúfur, snúða og rós- ir um leið og hún stífnar. Slíkar hraunrósir mátti víða sjá verða til á Kröflu- hraununum á meðan þau voru að renna. A myndinni sést ein slík á hrauninu sem rann í september 1977. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræöingurinn 59 (2), bls. 112, 1989. 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.