Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 36
urbr.), Rotterdam (57° norðurbr.) og
í Nome eða Fairbanks í Alaska (65°
norðurbr.) (Nieboer o.fl. 1976). Sama
gildir um Osló, sem er á 60° norð-
urbr., og ætti enn fremur að geta átt
við Reykjavík, sem er á 64° norðurbr.
eða þar um bil. Veðurfarsskilyrði eru
þannig til staðar í Reykjavík og
grennd til þess, að ljósefnafræðilegur
þreykur gæti myndast þar að sumri til,
ef aðrar forsendur fyrir myndun hans
væru einnig til staðar. Niðurstöður
okkar benda hins vegar eindregið til
þess, eins og áður getur, að hér sé ein-
ungis um að ræða venjulegt bak-
grunnsmagn ósóns í andrúmslofti.
Ósónmælingar þær, sem hér er fjall-
að um, eru einungis frumraun á þessu
sviði hér á landi. Áframhaldandi mæl-
ingar eru nauðsyn, þar eð aukið magn
ósóns í andrúmslofti er nokkuð örugg
vísbending um loftmengun af völdum
bílaumferðar eða iðnaðar (sbr.
Schjoldager 1979). Ósónmælingar eru
enn fremur tiltölulega auðveldar.
Að lokum skal á það bent, að ósón
hefur tæpast eins mikil eiturhrif og
stundum hefur verið álitið áður. Eit-
urhrif ósóns eru fyrst og fremst bund-
in við ofanverð öndunarfæri svipað og
þekkt er eftir áverkun brennisteinství-
oxíðs eða klórs. Skemmdir í lungum
líkt og sést eftir áverkun köfnunarefn-
isoxíða virðast hins vegar vera fátíðar
(Grenquist-Nordén 1986).
HEIMILDIR
Air Quality Criteria for Photochemical
Oxidants. U.S. Department of Health,
Education and Welfare, Washington,
D.C., 1970 (bls. 4-1-4-4).
Bergshoeff, G., R.W. Lanting, J.M.G.
Prop & H.F.R. Reynders 1980. Impro-
ved neutral buffered potassium iodide
method for ozone in air. Anal. Chem.
52. 541-546.
Gehring, R. 1988 Swiss Federal Labora-
tories for Materials Testing and Res-
earch (persónulegar upplýsingar).
Godman & Gilman’s 1985. The Phar-
macological Basis of Therapeutics, 7.
útg. Macmillan Publishing Company,
New York, 1630-1631.
Grenquist-Nordén, B. 1986. 70 Ozon.
Nordiska expertgruppen för gránsvar-
desdokumentation. Arbete og Hálsa.
Vetenskaplig skriftserie 1986. Bls. 28.
Hesstvedt, E. 1975. Formation of oxidants
and other secondary pollutants in air
mixed with nitrogen oxides and ethyl-
ene. Geophysics Norvegica 31. 1-10.
Hörður Þormar og Þorkell Jóhannesson
1977a. Köfnunarefnisoxíð og köfnunar-
efnistvíoxíð í andrúmslofti. Tímarit um
lyfjafrœði 11. 11-24.
Hörður Þormar og Þorkell Jóhannesson
1977b. Mælingar á koloxíði (CO) í and-
rúmslofti á götum í Reykjavík. Tímarit
um lyfjafrœði 12. 25-32.
Hörður Þormar og Þorkell Jóhannesson
1979. Blý í götulofti og blóði manna í
Reykjavík. Tímarit um lyfjafrœði 14.
11-21.
Hörður Þormar og Þorkell Jóhannesson
1981. Flúor og brennisteinsvetni í lofti
við álverið í Straumsvík. Tímarit um
lyfjafrœði 16. 11-19.
Nieboer, H., W.D.L. Carter, A.C. Loyd
& J.N. Pitts 1976. The effect of latitude
on the potential for formation of
photochemical smog. Atmospheric
Environment 10. 731-734.
Norsk Institut for Luftforskning (HS/
TL/16), oktober 1980. Norsk Institut
for Luftforskning, Postboks 130, 2001
Lilleström, Noregi.
Sax. N.I. (ed.) 1974. Industrial pollution.
Van Nostrand Reinhold Company,
New York. Bls. 312-329, 651-652 og
702.
Scjoldager, J., B. Sivertsen & J.E. Han-
sen 1978. On the occurrence of photo-
chemical oxidants at high latitudes. At-
mospheric Environment 12. 2461-2467.
Schjoldager, J 1979. Observations of high
ozone concentration in Oslo, Norway,
during the summer of 1977. Atmos-
pheric Environment 13. 1689-1696.
90