Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 55
Helgi Hallgrímsson Ritfregnir Óprentaðar ritgerðir um íslenska sveppi Á síðustu áratugum hafa orðið talsverð umskipti til aukinnar þekkingar á gró- plöntuflóru íslands og á það ekki síst við um sveppina. Fjöldi greina hefur birst um þetta efni í innlendum og erlendum tíma- ritum, en líklega er ýmislegt, sem ekki kemur fram í dagsljósið, enda þótt mikil vinna hafi verið lögð í verkið sem að baki liggur. Hér er átt við prófritgerðir í sveppafræði, sem unnar eru við ýmsa há- skóla. Það er fremur fátítt að prófritgerðir séu gefnar út, óbreyttar, í prentuðu formi, en víða tíðkast að gefa þær út sem fjölrit í takmörkuðu upplagi til að senda öðrum rannsóknastofnunum og virðist það vera nokkuð góð lausn. Hér verður getið nokkurra slíkra rit- gerða um íslenska sveppafræði, sem undir- ritaður hefur frétt af, og gefist kostur á að kynna sér. Pær eru allar til í bóka- og skjalasafni Náttúrufræðistofnunar Norðurlands á Ak- ureyri. TAXONOMY AND MORPHOLOGY OF AQUATIC PHYCOMYCETES OF ICELAND Howard, K.L. A dissertation submitted in partial fulfillment of the requirements for the degree of Doctor of Philosophy in the Department of Botany in the Graduate School of Arts and Sciences of Duke University. 1968. (Department of Botany, Duke University, Durham, U.S.A.). Kenneth Lawson Howard var einn helsti samstarfsmaður Terry Johnsons við rannsóknir hans á íslenskum vatnasvepp- um, sem stofnað var til vegna „Surtseyjar- rannsókna" um 1964. Til að fylgjast með landnámi lífvera á þessari „gerilsneyddu" eldgosaey, töldu flestir vísindamenn nauðsynlegt að kanna lífríki nærliggjandi eyja og jafnvel sjálfs „meginlands" íslands, m.a. til að fá vitn- eskju um, hvers mætti vænta á Surtsey. Þannig snerust rannsóknir Johnsons og fé- laga hans um þörungasveppi í vötnum og jarðvegi á öllu landinu og voru geysimikil viðbót við fyrri þekkingu á þessu sviði, sem var raunar nánast engin. I ritgerð Howards, sem er um 325 vélrit- aðar síður og myndasíður, er greint frá 117 tegundum vatnasveppa, sem allir tilheyra þörungasveppum (Phycomycetes). Þó eru sum sýnin fengin úr blautum jarðvegi. Af þessum 117 tegundum eru 90 greindar til ákveðinnar tegundar, en hinar 27 eru með vafasömum greiningum eða ógreindar. Hins vegar er öllum tegundunum lýst mjög nákvæmlega og teikningar sýndar af þeim eða hlutum þeirra. í ritgerðinni lýsir Howard fjórum áður óþekktum tegundum, og mörgum nýjum afbrigðum hjá áður þekktum tegundum. Einnig er lýst ættum og ættkvíslum og lyklar fyrir ættkvíslir og tegundir gefnir. Teikningar eru vel gerðar. Sem betur fer hefur meginefni þessarar merku ritgerðar Howards komið fram í tímaritsgreinum, sem hann hefur ritað, einn sér, eða í félagi við Terry Johnson o.fl., á árunum 1968-1973. Er þar og varp- Náttúrufræöingurinn 59 (2), bls. 109-111, 1989. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.