Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 11
Pluvialis apricaria 1980 1981 5. mynd. Fjöldi heiðlóu í Grafarvogi (ofar) og Kópavogi (neðar) frá mars 1980 til maí 1981. Golden Plover (Pluvialis apricaria) numbers in Grafarvogur (above) and Kópavog- ur (below), March 1980 - May 1981. í Kópavogi 7. júlí (25). Síðustu fugl- arnir í Kópavogi sáust 26. ágúst (1) og 3. september (1) í Grafarvogi. Sandlóur eru komnar á varpstöðvar á láglendi um mánaðamótin apríl-maí (Agnar Ingólfsson og Arnþór Garð- arsson 1955, Wilson 1981), en í há- lendinu (Þjórsárverum) komu sandló- ur á varpstöðvar um 10.-12. maí 1972 og 1973 (AG óbirt gögn). Auk ís- lenskra varpfugla fara grænlenskar og norður-kanadískar sandlóur um ís- land. Vetrarheimkynni allra þessara stofna eru í Marokkó og Máritaníu (Taylor 1980). Vorumferð sandlóu um Bretlandseyjar hefst í apríl, nær há- marki í 2. eða 3. viku maí og lýkur í júníbyrjun (Wilson 1973, Eades og Okill 1976, Clapham 1978). Fyrstu sandlóurnar koma til Norðaustur- Grænlands um 23. maí en hópar sjást ekki fyrr en í júníbyrjun (Meltofte 1985). Með hliðsjón af þessu teljum við að fyrri bylgjan í Kópavogi og Grafarvogi sé íslenskir varpfuglar, sem séu komnir á varpstöðvar um miðjan maí. Síðari bylgjan er senni- lega að mestu leyti grænlenskir og kanadískir fuglar, sem eru þá um mánuði síðar á ferðinni en innlendir varpfuglar. Athuganir í Önundarfirði vorið og sumarið 1979 sýndu að lirfur leirumýs og marflær (Gammarus spp. og Pseu- dalibrotus littoralis) voru þýðingar- mesta fæða sandlóu í fjörunni (Arn- þór Garðarsson o.fl. 1980). Dýralíf í leirunum í Kópavogi og Grafarvogi er 65

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.