Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1989, Blaðsíða 1

Náttúrufræðingurinn - 01.06.1989, Blaðsíða 1
Páll Imsland Um Kröfluelda Það eru nú brátt liðin fimm ár frá síðasta Kröflugosi. Þetta mun vera lengsta goshlé á landinu síðan fyrir Öskjugosið 1961. Þó er ekki ljóst hvort Kröflueldum er lokið eða ei. Alls hefur þar gosið níu sinnum en um- brotahrinurnar munu vera orðnar tuttugu og tvær, sumar miklar, aðrar litlar. Það var um sumarið 1975 að merkj- anlegs óróa fór að gæta í jarðskorp- unni í nágrenni Mývatns. Jarðskjálfta varð vart á skjálftamælum þeim sem næstir voru svæðinu og var þá ráðist í að setja skjálftamæla niður í Mývatns- sveit. Skjálftavirkni þessi fór vaxandi um sumarið og haustið og náði há- harki hinn 20.desember þegar lítið og skammvinnt eldgos braust út við Leir- hnjúk. Samfara eldgosinu og skjálft- unum rifnaði jörð á svæðinu, gliðnaði, seig og gekk á mis. Þar með varð ljóst að atburðirnir við Kröflu voru meira en einfalt eld- gos og aðdragandinn að því. Hér var á ferðinni fyrsti þátturinn af mörgum sem á eftir fylgdu í landrekshrinu sem var að fara af stað á landrekskerfi Norður-Atlantshafssvæðisins. Slíkt höfðu menn ekki upplifað áður svo að þeir gerðu sér grein fyrir. Það er af þessum ástæðum sem Kröflueldar hafa reynst svo ólíkir öðrum eldsum- brotum sem við höfum kynnst hér á landi á síðustu tímum. Eldgosin eru ekki aðalatriði atburðarásarinnar sem í gangi er. Þau eru einungis fylgifiskur annarra atburða og eiga sér ekki stað nema í sumum tilvikum. Atburðarás þessi er margþætt og flókin. Fljótlega kom í ljós að vissir atburð- ir gerðust hér aftur og aftur en það gerði mönnum kleift að sjá og segja fyrir um það hvað í vændum væri með töluvert góðum árangri. Slíkt er afar erfitt að gera þegar um einstaka at- burði án endurtekninga er að ræða. Viðleitni manna til þess að reyna að segja fyrir af nákvæmni um náttúrfars- lega atburði, sem hafa í för með sér einhverja hættu fyrir menn og land- not, hefur farið mjög vaxandi á síð- asta einum og hálfum áratug eða svo. Hún tengist því að öll umsvif manna hafa að undanförnu farið mjög vax- andi á þeim svæðum þar sem þessi hætta er fyrir hendi, og því að sífellt er nú meira lagt upp úr staðgóðri þekkinu á þeim ferlum náttúrunnar sem eiga hlut að máli. I sinni einföld- ustu mynd styðst þessi viðleitni við sömu aðferð og veðurspár nýta. I ljósi þeirra breytinga, sem menn þekkja og vita að áður hafa átt sér stað á við- komandi kerfi náttúrunnar, eru rann- sóknir á núverandi ástandi þess og þeim breytingum, sem eru að verða á því, notaðar til þess að segja fyrir um hver framtíðarþróunin verði. Á þenn- an hátt reyndist tiltölulega auðvelt að segja fyrir um ýmsa þætti er steðjuðu að á Kröflusvæðinu á hverjum tíma, eftir að menn höfðu kynnst því hegð- unarmynstri sem jarðskorpan hér fylgdi, og komið sér upp föstum mæl- ingum og samræmdum athugunum. Náttúrufræðingurinn 59 (2), bls. 57-58, 1989. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.