Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 3

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 3
Páll Imsland Um Kröfluelda Pað eru nú brátt liðin fimm ár frá síðasta Kröflugosi. Þetta mun vera lengsta goshlé á landinu síðan fyrir Öskjugosið 1961. Þó er ekki ljóst hvort Kröflueldum er lokið eða ei. Alls hefur þar gosið níu sinnum en um- brotahrinurnar munu vera orðnar tuttugu og tvær, sumar miklar, aðrar litlar. Það var um sumarið 1975 að merkj- anlegs óróa fór að gæta í jarðskorp- unni í nágrenni Mývatns. Jarðskjálfta varð vart á skjálftamælum þeim sem næstir voru svæðinu og var þá ráðist í að setja skjálftamæla niður í Mývatns- sveit. Skjálftavirkni þessi fór vaxandi um sumarið og haustið og náði há- harki hinn 20.desember þegar lítið og skammvinnt eldgos braust út við Leir- hnjúk. Samfara eldgosinu og skjálft- unum rifnaði jörð á svæðinu, gliðnaði, seig og gekk á mis. Þar með varð ljóst að atburðirnir við Kröflu voru meira en einfalt eld- gos og aðdragandinn að því. Hér var á ferðinni fyrsti þátturinn af mörgum sem á eftir fylgdu í landrekshrinu sem var að fara af stað á landrekskerfi N orður-Atlantshafssvæðisins. Slíkt höfðu menn ekki upplifað áður svo að þeir gerðu sér grein fyrir. Það er af þessum ástæðum sem Kröflueldar hafa reynst svo ólíkir öðrum eldsum- brotum sem við höfum kynnst hér á landi á síðustu tímum. Eldgosin eru ekki aðalatriði atburðarásarinnar sem í gangi er. Þau eru einungis fylgifiskur annarra atburða og eiga sér ekki stað nema í sumum tilvikum. Atburðarás þessi er margþætt og flókin. Fljótlega kom í ljós að vissir atburð- ir gerðust hér aftur og aftur en það gerði mönnum kleift að sjá og segja fyrir um það hvað í vændum væri með töluvert góðum árangri. Slíkt er afar erfitt að gera þegar um einstaka at- burði án endurtekninga er að ræða. Viðleitni manna til þess að reyna að segja fyrir af nákvæmni um náttúrfars- lega atburði, sem hafa í för með sér einhverja hættu fyrir menn og land- not, hefur farið mjög vaxandi á síð- asta einum og hálfum áratug eða svo. Hún tengist því að öll umsvif manna hafa að undanförnu farið mjög vax- andi á þeim svæðum þar sem þessi hætta er fyrir hendi, og því að sífellt er nú meira lagt upp úr staðgóðri þekkinu á þeim ferlum náttúrunnar sem eiga hlut að máli. I sinni einföld- ustu mynd styðst þessi viðleitni við sömu aðferð og veðurspár nýta. 1 ljósi þeirra breytinga, sem menn þekkja og vita að áður hafa átt sér stað á við- komandi kerfi náttúrunnar, eru rann- sóknir á núverandi ástandi þess og þeim breytingum, sem eru að verða á því, notaðar til þess að segja fyrir um hver framtíðarþróunin verði. A þenn- an hátt reyndist tiltölulega auðvelt að segja fyrir um ýmsa þætti er steðjuðu að á Kröflusvæðinu á hverjum tíma, eftir að menn höfðu kynnst því hegð- unarmynstri sem jarðskorpan hér fylgdi, og komið sér upp föstum mæl- ingum og samræmdum athugunum. Náttúrufræöingurinn 59 (2), bls. 57-58, 1989. 57

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.