Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 31
Þorkell Jóhannesson og Hörður Þormar Ósón í andrúmslofti Mælingar á ósóni og köfnunarefnisoxíðum (NOx) í grennd við Reykjavík sumurin 1982 - 1987. INNGANGUR Ósón (03) er lofttegund, sem myndast úr súrefni við eldingar eða annars konar rafmagnsútstreymi, svo og við ljósefnafræðileg hvörf (photo- chemical reaction) í útfjólubláu ljósi við bylgjulengd 185-210 nm. Þau hvörf verða í efri lögum andrúmsloftsins. Þaðan dreifist ósón væntanlega til lægri hluta lofthjúpsins og ósón er ætíð í mælanlegu magni við yfirborð jarðar. Bakgrunnsmagn þetta er að jafnaði á bilinu 0,01-0,05 míkról/1 við yfirborð jarðar. Það er því meira sem ofar dregur í loftlögin og er í hámarki í 20 km hæð yfir sjávarmáli (Air Qu- ality 1970, Grenquist-Nordén 1986, Gehring 1988). Með bakgrunnsmagni einhvers efnis er átt við það magn efn- isins í lofti, vatni, jarðvegi, gróðri eða líffærum manna eða dýra, sem þar er venjulega og við þær aðstæður, að ut- anaðkomandi mengandi áhrifa hefur ekki gætt. Má einnig nefna „eðlilegt“ magn efnisins. í svokölluðum ljósefnafræðilegum þreyk (photochemical smog) er allt að því 90% allra oxavalda (oxidants) ósón (Grenquist-Nordén 1986). Þreykur þessi var upphaflega kenndur við Los Angeles. Síðar var þó vitað, að ljósefnafræðilegur þreykur getur myndast hvarvetna þar, sem sólar- gangur er langur, hiti yfir ákveðnu lágmarki og umtalsverð mengun er af völdum köfnunarefnisoxíða og líf- rænna efna (m.a. aldehýða) vegna bílaumferðar eða annars (Nieboer o.fl. 1976, Schjoldager o.fl. 1978, Goodman og Gilman 1985). í slíkum tilvikum eykst magn og/eða velta (turn over) ósóns (Sax 1974). Hlutfallið milli heildarmagns köfn- unarefnisoxíða (NOx) og lífrænna efna í ljósefnafræðilegum þreyk ákvarðar, hvort eða hve mikið magn ósóns í loftinu eykst. Ef magn NOx er hlutfallslega mjög mikið miðað við önnur mengandi efni, eykst magn ós- óns þannig í heild lítið eða ekki (sbr.Hesstvedt 1975). í slíkum tilvik- um gæti velta ósóns samt verið mikil og oxun á NO í N02 að sama skapi verið mikil (Schjoldager 1979). Ef bæði NOx og ósón eru í litlu magni í andrúmslofti, bendir það hins vegar til þess, að magn allra þessara loftteg- unda sé í raun lítið. Af framansögðu má því ljóst vera, að við ákvarðanir á ósóni í andrúmslofti, er æskilegt að taka einnig mið af magni NOx í loftinu. Rannsóknir þær, sem hér greinir frá, beindust að því að ákvarða bak- grunnsmagn ósóns (og NOx) í and- rúmslofti að sumarlagi árin 1982-1987 í óbyggð í u.þ.b. 17 km fjarlægð frá Náttúrufræðingurinn 59 (2), bls. 85-91, 1989. 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.