Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 31
Þorkell Jóhannesson og Hörður Þormar Ósón í andrúmslofti Mælingar á ósóni og köfnunarefnisoxíðum (NOx) í grennd við Reykjavík sumurin 1982 - 1987. INNGANGUR Ósón (03) er lofttegund, sem myndast úr súrefni við eldingar eða annars konar rafmagnsútstreymi, svo og við ljósefnafræðileg hvörf (photo- chemical reaction) í útfjólubláu ljósi við bylgjulengd 185-210 nm. Þau hvörf verða í efri lögum andrúmsloftsins. Þaðan dreifist ósón væntanlega til lægri hluta lofthjúpsins og ósón er ætíð í mælanlegu magni við yfirborð jarðar. Bakgrunnsmagn þetta er að jafnaði á bilinu 0,01-0,05 míkról/1 við yfirborð jarðar. Það er því meira sem ofar dregur í loftlögin og er í hámarki í 20 km hæð yfir sjávarmáli (Air Qu- ality 1970, Grenquist-Nordén 1986, Gehring 1988). Með bakgrunnsmagni einhvers efnis er átt við það magn efn- isins í lofti, vatni, jarðvegi, gróðri eða líffærum manna eða dýra, sem þar er venjulega og við þær aðstæður, að ut- anaðkomandi mengandi áhrifa hefur ekki gætt. Má einnig nefna „eðlilegt“ magn efnisins. í svokölluðum ljósefnafræðilegum þreyk (photochemical smog) er allt að því 90% allra oxavalda (oxidants) ósón (Grenquist-Nordén 1986). Þreykur þessi var upphaflega kenndur við Los Angeles. Síðar var þó vitað, að ljósefnafræðilegur þreykur getur myndast hvarvetna þar, sem sólar- gangur er langur, hiti yfir ákveðnu lágmarki og umtalsverð mengun er af völdum köfnunarefnisoxíða og líf- rænna efna (m.a. aldehýða) vegna bílaumferðar eða annars (Nieboer o.fl. 1976, Schjoldager o.fl. 1978, Goodman og Gilman 1985). í slíkum tilvikum eykst magn og/eða velta (turn over) ósóns (Sax 1974). Hlutfallið milli heildarmagns köfn- unarefnisoxíða (NOx) og lífrænna efna í ljósefnafræðilegum þreyk ákvarðar, hvort eða hve mikið magn ósóns í loftinu eykst. Ef magn NOx er hlutfallslega mjög mikið miðað við önnur mengandi efni, eykst magn ós- óns þannig í heild lítið eða ekki (sbr.Hesstvedt 1975). í slíkum tilvik- um gæti velta ósóns samt verið mikil og oxun á NO í N02 að sama skapi verið mikil (Schjoldager 1979). Ef bæði NOx og ósón eru í litlu magni í andrúmslofti, bendir það hins vegar til þess, að magn allra þessara loftteg- unda sé í raun lítið. Af framansögðu má því ljóst vera, að við ákvarðanir á ósóni í andrúmslofti, er æskilegt að taka einnig mið af magni NOx í loftinu. Rannsóknir þær, sem hér greinir frá, beindust að því að ákvarða bak- grunnsmagn ósóns (og NOx) í and- rúmslofti að sumarlagi árin 1982-1987 í óbyggð í u.þ.b. 17 km fjarlægð frá Náttúrufræðingurinn 59 (2), bls. 85-91, 1989. 85

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.