Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 19
Sendlingar (Calidris maritina). Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson. norður fyrir Reykjavík. Athuganir á Vestfjörðum vorið 1979 sýndu að þangað komu fyrstu rauðbrystingarnir 10. maí, á sama tíma og fyrsti toppur- inn var það ár í Kópavogi (11. maí) en hámarksfjölda náðu þeir síðast í maí (Arnþór Garðarsson o.fl. 1980). Fyrstu rauðbrystingarnir koma ekki til Grænlands fyrr en um 28. maí (Mel- tofte 1985). Eftir að rauðbrystingar fóru, 28. maí 1980, sáust þeir ekki fyrr en 10. júlí, en þá voru 123 í Grafarvogi og 1 í Kópavogi. Haustumferð var ekki svipur hjá sjón miðað við vorið. Mest sást í Grafarvogi 15. júlí (230) og í Kópavogi 25. júlí (31). Fyrsti unginn sást 29. júlí. Eftir 3. ágúst sáust rauð- brystingar tvisvar í Grafarvogi (síðast 11. september, 4) og þrisvar í Kópa- vogi (síðast stakur fugl 8. september). Athyglisvert er að síðsumars voru að jafnaði fleiri rauðbrystingar í Grafar- vogi en Kópavogi. Því hefur verið haldið fram að stór hluti stofnsins fljúgi beint frá varpstöðvum til vetrar- stöðva án viðkomu á íslandi (Wilson 1981). Aðalfæða þriggja rauðbrystinga í Grafarvogi 7. maí 1980 var smávaxnar sandskeljar en í einum voru mýlirfur aðalfæðan. Doppur og kræklingur voru einnig algengar fæðutegundir (Tafla 3). Kræklingur var aðalfæðan í 10, en doppur í einum rauðbrystingi í Hvaleyrarlóni í Hafnarfirði 15. ágúst 1976. Sendlingur (Calidris maritima) var algengur síðla vetrar og snemma vors. Vorið 1980 voru tveir greinilegir topp- ar í fjölda sendlings (10. mynd), sá fyrri var 2. apríl (398) í Kópavogi og 5. apríl (290) í Grafarvogi. Síðari toppurinn var 26. apríl í Kópavogi (207) og 28. apríl í Grafarvogi (265). Veturinn 1980-81 sáust fyrstu send- 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.