Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 19
Sendlingar (Calidris maritina). Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson. norður fyrir Reykjavík. Athuganir á Vestfjörðum vorið 1979 sýndu að þangað komu fyrstu rauðbrystingarnir 10. maí, á sama tíma og fyrsti toppur- inn var það ár í Kópavogi (11. maí) en hámarksfjölda náðu þeir síðast í maí (Arnþór Garðarsson o.fl. 1980). Fyrstu rauðbrystingarnir koma ekki til Grænlands fyrr en um 28. maí (Mel- tofte 1985). Eftir að rauðbrystingar fóru, 28. maí 1980, sáust þeir ekki fyrr en 10. júlí, en þá voru 123 í Grafarvogi og 1 í Kópavogi. Haustumferð var ekki svipur hjá sjón miðað við vorið. Mest sást í Grafarvogi 15. júlí (230) og í Kópavogi 25. júlí (31). Fyrsti unginn sást 29. júlí. Eftir 3. ágúst sáust rauð- brystingar tvisvar í Grafarvogi (síðast 11. september, 4) og þrisvar í Kópa- vogi (síðast stakur fugl 8. september). Athyglisvert er að síðsumars voru að jafnaði fleiri rauðbrystingar í Grafar- vogi en Kópavogi. Því hefur verið haldið fram að stór hluti stofnsins fljúgi beint frá varpstöðvum til vetrar- stöðva án viðkomu á íslandi (Wilson 1981). Aðalfæða þriggja rauðbrystinga í Grafarvogi 7. maí 1980 var smávaxnar sandskeljar en í einum voru mýlirfur aðalfæðan. Doppur og kræklingur voru einnig algengar fæðutegundir (Tafla 3). Kræklingur var aðalfæðan í 10, en doppur í einum rauðbrystingi í Hvaleyrarlóni í Hafnarfirði 15. ágúst 1976. Sendlingur (Calidris maritima) var algengur síðla vetrar og snemma vors. Vorið 1980 voru tveir greinilegir topp- ar í fjölda sendlings (10. mynd), sá fyrri var 2. apríl (398) í Kópavogi og 5. apríl (290) í Grafarvogi. Síðari toppurinn var 26. apríl í Kópavogi (207) og 28. apríl í Grafarvogi (265). Veturinn 1980-81 sáust fyrstu send- 73

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.