Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 5
Arnþór Garðarsson og Ólafur Karl Nielsen Fuglalíf á tveimur leirum við Reykjavík I. Vaðfuglar INNGANGUR I grein þessari er skýrt frá niður- stöðum athugana sem gerðar voru 1980-81 á tveimur leirum nærri Reykjavík, í Kópavogi og Grafarvogi (1. mynd). Hér verður eingöngu rætt um vaðfugla en um aðrar fuglategund- ir verður fjallað í annarri grein. At- huganir voru gerðar með stuttu milli- bili allan ársins hring, til þess að fá fram heildarmynd af nýtingu og hreyf- ingum þeirra tegunda sem algengar voru á leirunum. Leirur í fjarðarbotnum eru oft í hættu af framkvæmdum, einkum vegagerð og uppfyllingum, og ákvarð- anir um ráðstöfun þessara svæða þarf stundum að taka með stuttum fyrir- vara. Oft er reynt að komast af með einfaldar rannsóknir, sem taka stuttan tíma, og ætlað er að gefa hugmynd um gildi tiltekinna svæða, m.a. fyrir fuglalíf. Athuganir í Kópavogi og Grafarvogi voru framkvæmdar með það í huga að niðurstöðurnar gætu komið að notum sem viðmiðun fyrir slíkar kannanir. Víðáttumestu leirur landsins eru við Breiðafjörð og norð- anverðan Faxaflóa og eru þær að flat- armáli alls um 80% af öllum leirum landsins (Agnar Ingólfsson 1975). Leirur á Innnesjum eru alls um 270 ha (Tafla 1). Þar hefur mjög verið gengið á leirur, aðallega með uppfyllingum, en einnig með fyrirstöðum þannig að ferskar eða ísaltar tjarnir hafa orðið til. Núverandi flatarmál leira á Inn- nesjum er um 75% af upphaflegri stærð. Leirur myndast á skjólsælum stöð- um þar sem fíngert set, að nokkru af lífrænum uppruna, safnast saman. Hinn lífræni hluti setsins samanstend- ur m.a. af leifum plantna sem berast bæði af landi og grunnsævi. Á leirum eru ýmsir þörungar og sums staðar marhálmur (Zostera marina). I leir- unni og á yfirborði hennar er fjöl- skrúðugt dýralíf. Algengar dýrateg- undir eru sandmaðkur (Arenicola marina) o.fl. burstaormar (m. a. Sco- loplos armiger, Pygospio elegans, Poly- dora quadrilobata, Fabricia sabella), kræklingur (Mytilus edulis), sandskel (Mya arenaria), marflær (Gammarus spp.), og lirfur rykmýstegundarinnar Cricotopus variabilis (leirumýs). Margar dýrategundanna lifa á rotn- andi leifum og bakteríum, en sumar á þörungum. Þessi dýr eru fæða ýmissa fugla þegar lágsjávað er, en fiska um flóð. Margar fuglategundir, einkum vaðfuglar, byggja tilveru sína á leir- um, ekki síst á veturna og um fartím- Náttúrufræöingurinn 59 (2), bls. 59-84, 1989. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.